Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2020 16:05 Frá Reykjanesbraut. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Umhverfismat er hafið vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns og hefur Vegagerðin auglýst drög að tillögu að matsáætlun. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, milli Ásbrautar í Hafnarfirði og Njarðvíkur, sem ekki hefur verið breikkaður. Í kynningu Vegagerðarinnar segir að tilgangur framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur. Fram kemur að gert sé ráð fyrir einum mislægum vegamótum við Rauðamel og einum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi austan við álverið. Einnig tveimur vegtengingum, annars vegar að Straumi og hins vegar að skólphreinsistöð, austan Straumsvíkur. Teikningin sýnir framkvæmdasvæðið. Rauða punktalínan táknar rannsóknarsvæði vegna mats á umhverfisáhrifum.Teikning/Vegagerðin. Vakin er athygli á því að mikill hluti áhrifasvæðis framkvæmdanna, bæði Straumsvík og strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi, séu á náttúruminjaskrá, svo lýst: „Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.“ Straumsvík er lýst svo á náttúruminjaskrá: „Fjörur, strendur svo og tjarnir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjarnarstaði að athafnasvæði Ísal. Tjarnir með einstæðum lífsskilyrðum, allmikið fuglalíf.“ Frestur til að gera athugasemdir við matsáætlunina er til 19. október 2020. Stöð 2 fjallaði í vor um undirbúning verksins: Samgönguráðherra lýsti því yfir í byrjun árs að verkinu yrði flýtt ef samkomulag næðist milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL um breytta veglínu, sem greint var frá hér: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Sjá meira
Umhverfismat er hafið vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns og hefur Vegagerðin auglýst drög að tillögu að matsáætlun. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, milli Ásbrautar í Hafnarfirði og Njarðvíkur, sem ekki hefur verið breikkaður. Í kynningu Vegagerðarinnar segir að tilgangur framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur. Fram kemur að gert sé ráð fyrir einum mislægum vegamótum við Rauðamel og einum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi austan við álverið. Einnig tveimur vegtengingum, annars vegar að Straumi og hins vegar að skólphreinsistöð, austan Straumsvíkur. Teikningin sýnir framkvæmdasvæðið. Rauða punktalínan táknar rannsóknarsvæði vegna mats á umhverfisáhrifum.Teikning/Vegagerðin. Vakin er athygli á því að mikill hluti áhrifasvæðis framkvæmdanna, bæði Straumsvík og strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi, séu á náttúruminjaskrá, svo lýst: „Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.“ Straumsvík er lýst svo á náttúruminjaskrá: „Fjörur, strendur svo og tjarnir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjarnarstaði að athafnasvæði Ísal. Tjarnir með einstæðum lífsskilyrðum, allmikið fuglalíf.“ Frestur til að gera athugasemdir við matsáætlunina er til 19. október 2020. Stöð 2 fjallaði í vor um undirbúning verksins: Samgönguráðherra lýsti því yfir í byrjun árs að verkinu yrði flýtt ef samkomulag næðist milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL um breytta veglínu, sem greint var frá hér:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Sjá meira