Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2020 19:20 Icelandair flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag og drógst farþegafjöldi félagsins saman um 97 prósent í september miðað við sama mánuði í fyrra. Vísir/Vilhelm Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira