Segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2020 20:31 Úr leik Víkinga í Meistarakeppni KSÍ. vísir/bára Þorkell Máni Pétursson segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild karla í fótbolta þetta árið. Annars væru þeir í bullandi fallbaráttu. Staða Víkinga var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni á mánudagskvöldið. Víkingur hefur einungis unnið þrjá leiki í sumar og er með sautján stig í tíunda sætinu, níu stigum frá fallsæti. Birt var viðtal við þjálfara liðsins, Arnar Gunnlaugsson, þar sem hann sagði í samtali við Fótbolti.net að í öllum tölfræðiþáttum væru Víkingar góðir. Guðmundur Benediktsson spurði þá einfaldlega hvort að Arnar gæti rætt um tölfræðina þegar taflan sýndi annað: „Mér finnst hann ekki geta það. Mér finnst sá tími vera runninn upp. Hann er búinn að vinna þrjá fótboltaleiki og síðasti sigurleikur var 19. júlí. Það eru tveir og hálfur mánuður síðan. Það eru ellefu leikir í deildinni síðan að þeir unnu leik,“ sagði Atli Viðar og hélt áfram. „Svo segir hann að það sjá allir að þeir séu að spila árangursríkan fótbolta. Og vissulega flottan fótbolta og það er hægt að hafa þá skoðun en hann er svo sannarlega ekki árangursríkur,“ sagði Atli. Máni tók svo við boltanum. „Sautján stig eru ekki mikið og þeir eru búnir að skora færri mörk en sjö lið í deildinni og fá á sig fleiri mörk heldur en önnur sjö. Ég sé ekki alveg hvernig þessi tölfræði á að vinna með honum og tölfræði vinnur ekki fótboltaleiki. Ég hélt að það vissu það allir. Betra liður vinnur fótboltaleikinn.“ „Arnar trúði því að þeir gætu orðið meistarar og það var fallegt og sniðugt hjá honum að trúa því. Ég er ekki viss um það að á nokkrum tímapunkti hafi strákarnir í liðinu trúað því. Þeir trúðu því kannski ekki því þeir hafa tapað svo mörgum leikjum.“ „Ef þetta hefði verið að ganga þá hefði kannski komið run á Víkinganna og ég er sammála Arnari að því leyti að mér finnst Víkingarnir vera búnir að byggja upp ákveðið lið. Ég hélt í ár að þeir gætu challangeað toppbaráttuna. Þeir eru ekki að challangea nokkurn skapaðan hlut. Þeir eru í tíunda sæti með sautján stig og þeir geta þakkað guði fyrir það að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild árið 2020,“ sagði Máni. Klippa: Stúkan - Umræða um Víkinga Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson segir að Víkingar geti þakkað guði fyrir að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild karla í fótbolta þetta árið. Annars væru þeir í bullandi fallbaráttu. Staða Víkinga var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni á mánudagskvöldið. Víkingur hefur einungis unnið þrjá leiki í sumar og er með sautján stig í tíunda sætinu, níu stigum frá fallsæti. Birt var viðtal við þjálfara liðsins, Arnar Gunnlaugsson, þar sem hann sagði í samtali við Fótbolti.net að í öllum tölfræðiþáttum væru Víkingar góðir. Guðmundur Benediktsson spurði þá einfaldlega hvort að Arnar gæti rætt um tölfræðina þegar taflan sýndi annað: „Mér finnst hann ekki geta það. Mér finnst sá tími vera runninn upp. Hann er búinn að vinna þrjá fótboltaleiki og síðasti sigurleikur var 19. júlí. Það eru tveir og hálfur mánuður síðan. Það eru ellefu leikir í deildinni síðan að þeir unnu leik,“ sagði Atli Viðar og hélt áfram. „Svo segir hann að það sjá allir að þeir séu að spila árangursríkan fótbolta. Og vissulega flottan fótbolta og það er hægt að hafa þá skoðun en hann er svo sannarlega ekki árangursríkur,“ sagði Atli. Máni tók svo við boltanum. „Sautján stig eru ekki mikið og þeir eru búnir að skora færri mörk en sjö lið í deildinni og fá á sig fleiri mörk heldur en önnur sjö. Ég sé ekki alveg hvernig þessi tölfræði á að vinna með honum og tölfræði vinnur ekki fótboltaleiki. Ég hélt að það vissu það allir. Betra liður vinnur fótboltaleikinn.“ „Arnar trúði því að þeir gætu orðið meistarar og það var fallegt og sniðugt hjá honum að trúa því. Ég er ekki viss um það að á nokkrum tímapunkti hafi strákarnir í liðinu trúað því. Þeir trúðu því kannski ekki því þeir hafa tapað svo mörgum leikjum.“ „Ef þetta hefði verið að ganga þá hefði kannski komið run á Víkinganna og ég er sammála Arnari að því leyti að mér finnst Víkingarnir vera búnir að byggja upp ákveðið lið. Ég hélt í ár að þeir gætu challangeað toppbaráttuna. Þeir eru ekki að challangea nokkurn skapaðan hlut. Þeir eru í tíunda sæti með sautján stig og þeir geta þakkað guði fyrir það að Grótta og Fjölnir séu í efstu deild árið 2020,“ sagði Máni. Klippa: Stúkan - Umræða um Víkinga
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira