Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 13:16 Herdís Sigurjónsdóttir og dóttir hennar, Ásdís Magnea, urðu nærri því fyrir barðinu á innbrotsþjófi sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar. úr einkasafni/vísir/egill Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð. Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, innbrotsþjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Mæðgur á Siglufirði urðu nærri fyrir barðinu á honum í nótt þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga er þær sátu og horfðu á sjónvarpið. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst á mánudag tilkynningar um mann sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. Hann er grunaður um að hafa tekið verðmæti úr húsum í bænum en ekkert húsanna sem um ræðir var læst. Svo virðist sem að viðkomandi hafi ætlað sér að halda áfram í nótt, en fjölskylda Herdísar Sigurjónsdóttur, sem dvelur við hinn heimsfræga Laugarveg á Siglufirði þessa dagana, varð afar hissa þegar hanskaklædd hönd birtist skyndilega inn um stofugluggann skömmu eftir miðnætti í nótt. Dóttir Herdísar, Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted, var næst glugganum og kom auga á höndina fyrst, en glugginn var opinn upp á hálfa gátt. „Svo virðist hann hafa opnað gluggann alveg upp á gátt og dregur frá. Þetta gerist ofboðslega hægt og hljótt. Hún sér hann bara, hanskaklædd hönd og gríma fyrir andlitinu. Hún gargar bara og þá bara forðar hann sér út og við sjáum hann ekkert meira,“ segir Herdís í samtali við Vísi. Hún telur alveg morgunljóst að viðkomandi hafi ætlað sér inn um gluggann. „Hann var búinn að opna hann alveg upp á gátt og hann hefði alveg komist inn. Það er alveg ljóst að viðkomand hafi ætlað að gera það, eins og ninja bara,“ segir Herdís. Þetta hafi verið óhugnanlega lífsreynslu, og nokkuð ljóst að sá sem ætlaði inn hafi kunnað til verka. „Þetta var það hægt að hundurinn hreyfði sig ekki einu sinni.“ Lýsing Herdísar á manninum passar við þær lýsingar sem lögregla hefur gefið, svartklæddur einstaklingur. Í samtali við fréttastofu segir Guðbrandur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá lögreglunni í Fjallabyggð að lögreglan sé að vinna í málinu á fullu, en ekki hafi borist fleiri tilkynningar um innbrot eða tilraun til innbrots fyrir utan þá tilraun sem hér er fjallað um. Athygli vekur að þessa dagana er verið að taka upp þriðju seríu af Ófærð á Siglufirði. Söguhetjurnar þar eru lögreglumenn og að sögn Guðbrandar er allt krökkt af lögreglubílum í bænum í tengslum við upptökurnar, og þónokkrir í gervi lögreglumanna. Það virðist þó ekki letja þann sem hrellt hefur íbúa Siglufjarðar undanfarnar nætur, og segir Guðbrandur að sér finnist viðkomandi nokkuð kaldur að reyna innbrot tvær nætur í röð.
Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39