Vilja meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 15:01 Hlín Eiríksdóttir í baráttunni við Blikastúlkuna Heiðdísi Lillýardóttur í leiknum á laugardaginn en Elín Metta Jensen fylgist með úr fjarlægð. Vísir/Hulda Margrét Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira