Handbolti

Viggó fór á kostum og dramatík í Svíþjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigvaldi Guðjónsson og Viggó Kristjánsson voru flottir á hægri vængnum í kvöld. Sigvaldi frábær allan tímann og Viggó með geggjaða innkomu í lokin.
Sigvaldi Guðjónsson og Viggó Kristjánsson voru flottir á hægri vængnum í kvöld. Sigvaldi frábær allan tímann og Viggó með geggjaða innkomu í lokin. HSÍ - Handknattleikssamband Íslands

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Bergrischer er liðið vann þriggja marka sigur, 28-25, á Erlangen, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað.

Viggó Kristjánsson fór á kostum er Stuttgart rúllaði yfir Essen, 31-23, í sömu deild. Viggó skoraði sjö mörk en Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað.

Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson eitt er Kristianstad vann eins marks sigur á Helsingborg, 28-27, í sænska boltanum. Sigurmarkið var skorað tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Daníel Freyr Andrésson og félagar í Guif töpuðu fyrir Ystads á heimavelli, 30-28, einnig í sænska boltanum.

Sveinn Jóhannsson skoraði ekki úr sínu eina skoti er SønderjyskE fékk skell gegn Mors-Thy í Danmörku, 36-35, eftir að hafa verið 20-13 undir í hálfleik.

Rúnar Kárason skoraði eitt mark úr fimm skotum er Ribe-Esbjerg tapaði 29-27 fyrir Skanderborg á útivelli í danska boltanum. Daníel Þór Ingason og Gunnar Steinn Jónsson komust ekki á blað hjá Ribe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×