Segir orð sín um lífstíl bænda hafa verið slitin úr samhengi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 09:30 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/vilhelm Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að ummæli sín á Alþingi um að margir bændur segðu starfið vera lífstíl, hafa verið slitin úr samhengi. Það sé af og frá að hann líti á sauðfjárrækt sem tómstundagaman. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi á þriðjudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór. Landssamband ungra Framsóknarmanna hafði deginum áður lýst yfir vantrausti á ráðherra, og eftir orð ráðherra fór gagnrýni að berast úr öðrum áttum. Landssamband sauðfjárbænda gagnrýndi ummæli Kristjáns Þórs, auk þess sem að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir furðu sinni á orðum Kristjáns. Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) lagði einnig í púkkið og fordæmdi orð ráðherra. Inntakið í gagnrýninni var að orð ráðherra gæfu það í skyn að afkoma sauðfjárbænda væri aukaatriði, þar sem þeir hefðu valið sér þennan lífstíl. Segir sér hafa eignað viðhorf til bænda sem séu fjarri sanni Kristján Þór svaraði gagnrýninni í Bítinu á morgun, þar sem sagði ummælin hafa verið slitin úr samhengi og að gagnrýnendur hefðu eignað honum viðhorf sem hann kannaðist ekki við. „Það má alveg segja það þegar horft er á þau eins og þau eru borin fram af þeim sem eru mest í umræðunni þá eru þau óheppileg og koma illa út þegar þau eru slitin úr samhengi við annað sem fram fór í þessum fyrirspurnartíma. Það er raunar alveg með ólíkindum að horfa á það hversu langt fólk er tilbúið til að ganga til að slíta hugsanir og orðfæri úr samhengi við heildarmyndinda og eigna mér til dæmis í þessu tilfelli viðhorf til bænda, eins og hafa komið fram í þessari umræðu, sem eru fjarri allri sanni,“ sagði Kristján Þór. Hvert var þá samhengið? „Samhengið var einfaldlega það að var verið að spyrja um frelsi bænda til athafna og ég vitnaði til þess að ég hef átt samtöl við sauðfjárbændur. Ég hef sömuleiðis hlýtt á viðtöl við sauðfjárbændur þar sem þeir hafa sagt að þetta sé lífstíll. Þá eru þeir ekki að meina hobbý, þeir eru bara að meina lífstíll, frekar heldur en spurning um afkomu. Þetta er það sem ég vitnaði í, ég var ekki að halda því fram.“ Það liggi þó í augum uppi að sjálfstæðir atvinnurekendur á borð við bændur og sjómenn velji sér lífstíl í tengslum við atvinnu sínu. „Ég sé ekkert að því að líta þannig á að það sé lífstíll að búa í sveit en að halda því fram að ráðherra landbúnaðarmála sé þeirrar skoðunar að fólk í þessari atvinnugrein eða einhverri annarri eigi ekki að hafa afkomu af starfi sínu er náttúrulega gjörsamlega ótrúlegt að hlýða á, því það hefur aldrei verið sagt,“ sagði Kristján Þór. Segir lítið hafa farið fyrir hugmyndum að lausnum Þá beindi hann spjótum sínum að gagnrýnendum, þar á meðal Þorgerði Katríni Gunnarsdóttur sem ritaði grein á Vísi í gær þar sem hún gagnrýndi Kristján Þór. Sagði hann fyrrverandi samflokksmann sinn vera að legga sér orð í munn. „Það er beinlínis rangt þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir í grein á Vísi að ég sé að halda því fram að það sé frekar lífstíll heldur en spurning um afkomu. Ég hef aldrei sagt þetta. Sömuleiðis hjá Landssamtökum sauðfjárbænda að ég segi það að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þetta er beinlínis rangt,“ sagði Kristján Þór. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Talið barst þá að vandanum í sauðfjárbúskapnum og sagði Kristján Þór að umræðan í gær hefði öll farið í gagnrýni, í stað þess að ræða mögulegar lausnir. Nefndi hann bónda sem haft hafði samband og lýst því hvað eftir hafi staðið eftir að hann lagði inn 600 kindur. Fyrir það hafi hann fengið rúmlega 5,8 milljónir en þurft að greiða 3,5 milljónir í rekstur. „Hvað stendur eftir? Þetta er engin afkoma í sauðfjárræktinni. Þannig að við þurfum einhvern veginn að horfa til þess að bilið sem sauðfjárbóndinn fær greitt og það sem að kjötið, framleiðsla þeirra út úr búð, er sífellt að breikka. Við þurfum að leggja saman í það með einhverjum hætti hvernig á að vinna úr þessum erfiðleikum í sauðfjárræktinni.“ Sumir gætu haldið því fram að með þessu orðalagi, lífstíll, að þú sért að tala um þetta sem tómstundagaman? „Það er langur vegur frá. Hugsun mín er ekki þannig. Sauðfjárrækt er alvöru búskapur og það þarf mikla þekkingu, kunnáttu og færni til að geta gert það af einhverjum myndaskap og rekið þetta, það er bara þannig.“ Landbúnaður Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að ummæli sín á Alþingi um að margir bændur segðu starfið vera lífstíl, hafa verið slitin úr samhengi. Það sé af og frá að hann líti á sauðfjárrækt sem tómstundagaman. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi á þriðjudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór. Landssamband ungra Framsóknarmanna hafði deginum áður lýst yfir vantrausti á ráðherra, og eftir orð ráðherra fór gagnrýni að berast úr öðrum áttum. Landssamband sauðfjárbænda gagnrýndi ummæli Kristjáns Þórs, auk þess sem að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir furðu sinni á orðum Kristjáns. Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) lagði einnig í púkkið og fordæmdi orð ráðherra. Inntakið í gagnrýninni var að orð ráðherra gæfu það í skyn að afkoma sauðfjárbænda væri aukaatriði, þar sem þeir hefðu valið sér þennan lífstíl. Segir sér hafa eignað viðhorf til bænda sem séu fjarri sanni Kristján Þór svaraði gagnrýninni í Bítinu á morgun, þar sem sagði ummælin hafa verið slitin úr samhengi og að gagnrýnendur hefðu eignað honum viðhorf sem hann kannaðist ekki við. „Það má alveg segja það þegar horft er á þau eins og þau eru borin fram af þeim sem eru mest í umræðunni þá eru þau óheppileg og koma illa út þegar þau eru slitin úr samhengi við annað sem fram fór í þessum fyrirspurnartíma. Það er raunar alveg með ólíkindum að horfa á það hversu langt fólk er tilbúið til að ganga til að slíta hugsanir og orðfæri úr samhengi við heildarmyndinda og eigna mér til dæmis í þessu tilfelli viðhorf til bænda, eins og hafa komið fram í þessari umræðu, sem eru fjarri allri sanni,“ sagði Kristján Þór. Hvert var þá samhengið? „Samhengið var einfaldlega það að var verið að spyrja um frelsi bænda til athafna og ég vitnaði til þess að ég hef átt samtöl við sauðfjárbændur. Ég hef sömuleiðis hlýtt á viðtöl við sauðfjárbændur þar sem þeir hafa sagt að þetta sé lífstíll. Þá eru þeir ekki að meina hobbý, þeir eru bara að meina lífstíll, frekar heldur en spurning um afkomu. Þetta er það sem ég vitnaði í, ég var ekki að halda því fram.“ Það liggi þó í augum uppi að sjálfstæðir atvinnurekendur á borð við bændur og sjómenn velji sér lífstíl í tengslum við atvinnu sínu. „Ég sé ekkert að því að líta þannig á að það sé lífstíll að búa í sveit en að halda því fram að ráðherra landbúnaðarmála sé þeirrar skoðunar að fólk í þessari atvinnugrein eða einhverri annarri eigi ekki að hafa afkomu af starfi sínu er náttúrulega gjörsamlega ótrúlegt að hlýða á, því það hefur aldrei verið sagt,“ sagði Kristján Þór. Segir lítið hafa farið fyrir hugmyndum að lausnum Þá beindi hann spjótum sínum að gagnrýnendum, þar á meðal Þorgerði Katríni Gunnarsdóttur sem ritaði grein á Vísi í gær þar sem hún gagnrýndi Kristján Þór. Sagði hann fyrrverandi samflokksmann sinn vera að legga sér orð í munn. „Það er beinlínis rangt þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir í grein á Vísi að ég sé að halda því fram að það sé frekar lífstíll heldur en spurning um afkomu. Ég hef aldrei sagt þetta. Sömuleiðis hjá Landssamtökum sauðfjárbænda að ég segi það að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þetta er beinlínis rangt,“ sagði Kristján Þór. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Talið barst þá að vandanum í sauðfjárbúskapnum og sagði Kristján Þór að umræðan í gær hefði öll farið í gagnrýni, í stað þess að ræða mögulegar lausnir. Nefndi hann bónda sem haft hafði samband og lýst því hvað eftir hafi staðið eftir að hann lagði inn 600 kindur. Fyrir það hafi hann fengið rúmlega 5,8 milljónir en þurft að greiða 3,5 milljónir í rekstur. „Hvað stendur eftir? Þetta er engin afkoma í sauðfjárræktinni. Þannig að við þurfum einhvern veginn að horfa til þess að bilið sem sauðfjárbóndinn fær greitt og það sem að kjötið, framleiðsla þeirra út úr búð, er sífellt að breikka. Við þurfum að leggja saman í það með einhverjum hætti hvernig á að vinna úr þessum erfiðleikum í sauðfjárræktinni.“ Sumir gætu haldið því fram að með þessu orðalagi, lífstíll, að þú sért að tala um þetta sem tómstundagaman? „Það er langur vegur frá. Hugsun mín er ekki þannig. Sauðfjárrækt er alvöru búskapur og það þarf mikla þekkingu, kunnáttu og færni til að geta gert það af einhverjum myndaskap og rekið þetta, það er bara þannig.“
Landbúnaður Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46
Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43