Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2020 10:08 Fyrstu Boeing 757 þotunni var flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi vestur til Bandaríkjanna þar sem hún verður rifin. Visir/Vilhelm Gunnarsson. Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni: Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni:
Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36