Ísland með þaulvanar skyttur ráðist úrslitin í vítakeppni Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 13:01 Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM og er eflaust búinn að kynna sér það vel hvert skyttur Rúmena eru líklegar til að spyrna ef til vítakeppni kemur í kvöld. getty/Stefan Matzke Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti þurft að fara í sína fyrstu vítaspyrnukeppni í kvöld, fari svo að jafnt verði gegn Rúmeníu að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Í þessari nýju tegund EM-umspilsins er leikið til þrautar í stökum leik, í stað heima- og útileiks. Þannig verður það einnig í úrslitaleik umspilsins, þar sem Ísland eða Rúmenía fer á útivöll gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember. Því getur vítakeppni ráðið úrslitum. Ísland á nokkrar góðar vítaskyttur í sínum leikmannahópi, þó að nokkur víti hafi farið í súginn á allra síðustu árum, og Hannes Þór Halldórsson hefur varið nokkur víti á ferlinum, jafnvel frá besta leikmanni sögunnar. Íslenska liðið æfði vítaspyrnur núna í vikunni en eins og Erik Hamrén benti á í samtali við Vísi er síður en svo það sama að taka víti á æfingu og á ögurstundu, þegar 1,5 milljarður og sæti á EM er í húfi. Erfitt er að segja til um hverjir tækju vítin fyrir Ísland, ef til þess kæmi, því ómögulegt er að vita hvernig liðið yrði skipað eftir 120 mínútna leik og allt að sex skiptingar (fimm leyfðar í venjulegum leiktíma og ein aukalega í framlengingu). Það má þó giska á hvaða fimm leikmenn Hamrén myndi velja sem vítaskyttur. Gylfi Þór Sigurðsson er þar líklegastur, Alfreð Finnbogason, Rúnar Már Sigurjónsson og Ari Freyr Skúlason eru þaulvanir því að skora úr vítum fyrir sín félagslið, sem og Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson fái þeir að koma við sögu í leiknum. Þessir eru því líklegir til að vera treyst fyrir því að taka víti, og þá eru óupptaldir líklegir spyrnumenn á borð við Kolbein Sigþórsson, Hörð Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson og Birki Bjarnason, sem reyndar skaut yfir úr víti gegn Englandi fyrir mánuði síðan. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Rúmenar birtu myndband frá æfngunni á Laugardalsvellinum og sögðu frá ströngum sóttvörnum í Laugardalnum. 8. október 2020 12:30 Afturhvarf til EM í Frakklandi í kvöld? Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 10:46 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti þurft að fara í sína fyrstu vítaspyrnukeppni í kvöld, fari svo að jafnt verði gegn Rúmeníu að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Í þessari nýju tegund EM-umspilsins er leikið til þrautar í stökum leik, í stað heima- og útileiks. Þannig verður það einnig í úrslitaleik umspilsins, þar sem Ísland eða Rúmenía fer á útivöll gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember. Því getur vítakeppni ráðið úrslitum. Ísland á nokkrar góðar vítaskyttur í sínum leikmannahópi, þó að nokkur víti hafi farið í súginn á allra síðustu árum, og Hannes Þór Halldórsson hefur varið nokkur víti á ferlinum, jafnvel frá besta leikmanni sögunnar. Íslenska liðið æfði vítaspyrnur núna í vikunni en eins og Erik Hamrén benti á í samtali við Vísi er síður en svo það sama að taka víti á æfingu og á ögurstundu, þegar 1,5 milljarður og sæti á EM er í húfi. Erfitt er að segja til um hverjir tækju vítin fyrir Ísland, ef til þess kæmi, því ómögulegt er að vita hvernig liðið yrði skipað eftir 120 mínútna leik og allt að sex skiptingar (fimm leyfðar í venjulegum leiktíma og ein aukalega í framlengingu). Það má þó giska á hvaða fimm leikmenn Hamrén myndi velja sem vítaskyttur. Gylfi Þór Sigurðsson er þar líklegastur, Alfreð Finnbogason, Rúnar Már Sigurjónsson og Ari Freyr Skúlason eru þaulvanir því að skora úr vítum fyrir sín félagslið, sem og Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson fái þeir að koma við sögu í leiknum. Þessir eru því líklegir til að vera treyst fyrir því að taka víti, og þá eru óupptaldir líklegir spyrnumenn á borð við Kolbein Sigþórsson, Hörð Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson og Birki Bjarnason, sem reyndar skaut yfir úr víti gegn Englandi fyrir mánuði síðan. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Rúmenar birtu myndband frá æfngunni á Laugardalsvellinum og sögðu frá ströngum sóttvörnum í Laugardalnum. 8. október 2020 12:30 Afturhvarf til EM í Frakklandi í kvöld? Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 10:46 Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01 „Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Rúmenar birtu myndband frá æfngunni á Laugardalsvellinum og sögðu frá ströngum sóttvörnum í Laugardalnum. 8. október 2020 12:30
Afturhvarf til EM í Frakklandi í kvöld? Ekki er útilokað að Ísland stilli upp nákvæmlega sama byrjunarliði og í leikjum sínum á EM 2016, þegar liðið freistar þess að komast nær næsta Evrópumóti með sigri á Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 10:46
Þjálfari Rúmeníu telur íslenska liðið sterkast af Norðurlandaþjóðunum Mirel Matei Rădoi, þjálfari Rúmeníu, segir íslenska liðið líkamlega sterkt og reiknar með erfiðum leik á morgun. Þá telur hann Ísland sterkast af þeim Norðurlandaþjóðum sem Rúmeníu hefur mætt en liðið var með Svíþjóð, Noregi og Færeyjum í riðli í undankeppni EM. 7. október 2020 23:01
„Að komast á EM hefur verið markmið okkar allra síðan ég tók við liðinu“ Landsliðsþjálfarinn er brattur fyrir leikinn stóra gegn Rúmeníu annað kvöld. Hann segir að leikreynsla íslenska liðsins gæti vegið þungt. 7. október 2020 20:00