Íslenski boltinn

Hafa engar áhyggjur af Þrótti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þróttur er taplaus í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deild kvenna.
Þróttur er taplaus í síðustu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/sigurbjörn andri

Þróttur sýndi allar sínar bestu hliðar í 5-0 sigrinum á KR í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. Sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna eru á því að Þróttarar leiki áfram í efstu deild á næsta tímabili.

„Ef maður skoðar leikmannahópa beggja liða, fyrir mót hefðuð þið ekki alltaf spáð KR sigri í þessum leik? Þróttur er nýliði í deildinni, miklu óreyndari sem lið og leikmenn, og þær taka þennan leik og vinna hann 5-0. Mér finnst það stórkostlegt,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkum kvenna í fyrradag.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að Þróttur sé best samæft og best skipulagt af þeim liðum sem eru í neðri hluta Pepsi Max-deildarinnar.

„Þær eru best „drillaðar“ og þess vegna verða þær ekki í basli. Ég hef engar áhyggjur af Þrótti í botnbaráttunni. Þegar ég var búin að sjá þrjá til fjóra leiki í sumar sá ég að þetta var best „drillaða “ liðið af þeim neðstu,“ sagði Bára.

Þróttur er í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar með átján stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Þrótt

Tengdar fréttir

Sáu enga liðsheild eða liðsanda hjá KR

Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, eiga erfitt með að sjá KR bjarga sér frá falli úr Pepsi Max-deild kvenna.

Vilja meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum

Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×