Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 19:01 Aðgerðarpakki Samfylkingarinnar er upp á 80 milljarða og færi meðal annars í atvinnuskapandi aðgerðir. Þannig ætti nettó kostnaður ríkissjóðs að verða um 50 milljarðar. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35