Ný skýrsla ASÍ: Atvinnuleysi í sögulegum hæðum Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 8. október 2020 15:48 Ferðamennska eins og hún leggur sig er í lágmarki í heiminum öllum. Erlendir ferðamenn hafa verið fáir á götum miðbæjar Reykjavíkur þetta árið samanborið við undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Viðvörunarljós voru farin að blikka á íslenskum vinnumarkaði áður en útbreiðsla kórónaveiru hófst í byrjun árs. Í upphafi árs voru tíu þúsund einstaklingar án atvinnu og af þeim höfðu um 1800 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði. Fólki utan vinnumarkaðar hafði einnig farið fjölgandi af ýmsum ástæðum en sérstakt áhyggjuefni er að ungmennum sem hvorki voru starfandi né í námi hafði fjölgað. Þessi neikvæða þróun hélt svo áfram í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta kemur fram í Vinnumarkaðsskýrslu Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag. Þar segir að efnahagsleg viðspyrna á árunum 2012–2018 hafi verið drifinn áfram af fjölgun ferðamanna en sami vöxtur ekki verið sýnilegur í öðrum atvinnugreinum. Drífa Snædal er forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm „Ferðaþjónustunni var fyrst og fremst kleift að vaxa vegna mikillar fjölgunar erlends vinnuafls. Sami hópur er nú berskjaldaður fyrir neikvæðum áhrifum af hruni ferðaþjónustunnar í kjölfar útbreiðslu Covid-19,“ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. Þar kemur fram að atvinnuleysi sé í sögulegum hæðum og mældist árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 9% í ágúst. Fjölgun í hópi langtímaatvinnulausra „Hlutabótaúrræðið dró úr áfalli á vinnumarkaði og varði ráðningarsamband þúsunda einstaklinga á tímabilinu sem efnahagsleg óvissa var mest.“ Áhrif ferðatakmarkana komi skýrt fram í atvinnuleysistölum. Atvinnuleysi hafi aukist mest í ferðaþjónustu og tengdum greinum og er jafnframt mest á svæðum þar sem ferðaþjónusta er mikil. Atvinnuhorfur séu dökkar og viðbúið að atvinnulausum muni fara fjölgandi yfir vetrarmánuðina. „Mikil fjölgun hefur orðið í hópi langtímaatvinnulausra, þ.e. þeir einstaklingar sem hafa verið án atvinnu lengur en tólf mánuði. Einstaklingar í þessum hópi misstu flestir vinnuna í kjölfar þrenginga í ferðaþjónustu á síðasta ári.“ Erlent launafólk sé sá hópur sem orðið hafi fyrir þyngstu höggi á vinnumarkaði. Innflytjendur hafi verið tæp 20% af starfandi á vinnumarkaði 2019 en telji nú yfir 40% af atvinnulausum og langtímaatvinnulausum. Leggja til aðgerðir til að draga úr skaðanum „Áhyggjuefni er að fólk hverfur í auknum mæli af vinnumarkaði og sýna kannanir að ungmennum sem hvorki eru starfandi né í námi (e. not in education, employment or traning (NEET)) hefur fjölgað síðasta árið. Fjórðungur erlendra ungmenna er í þeim hópi. Efnahagskrísan verður lengri en búist var við í fyrstu. Neikvæðustu áhrif samdráttar birtast á vinnumarkaði og við þeim þarf að bregðast með skýrum vinnumarkaðsaðgerðum. Viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda munu ráða því að miklu leyti hversu djúp og skaðleg efnahagskrísan verður. Að tryggja afkomuöryggi fólks er lykilþáttur í því verkefni.“ ASÍ leggur til eftirfarandi aðgerðir sem geti dregið úr skaða kreppunnar: • Efla þarf atvinnuleysistryggingakerfið til að mæta atvinnuleysi af áður óþekktri stærð hér á landi. -Lengja þarf bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 36 mánuði til að bregðast við fyrirséðri aukningu langtímaatvinnuleysis. -Hækka þarf grunnbætur í 95% af dagvinnutekjutryggingu til að verja afkomuöryggi og koma í veg fyrir alvarlega fjárhagserfiðleika heimila sem verða fyrir atvinnumissi. -Tryggja þarf að einstaklingar sem kláruðu þriggja mánaða tekjutengt tímabil áður en það var lengt í sex mánuði fái fulla tekjutengingu í sex mánuði. • Hlutabætur verði virkt úrræði svo lengi sem þörf er á því, minnst til 1. júní 2021. • Ráðast þarf í stórfellda atvinnusköpun á næstu árum til að stuðla að fjölgun starfa á vinnumarkaði. Samhliða verður nauðsynlegt að fjárfesta í þjónustu og úrræðum til að virkja atvinnuleitendur og efla færni þeirra. • Bregðast þarf við brotthvarfi af vinnumarkaði og huga sérstaklega að þeim hópi ungmenna sem hvorki eru starfandi né í námi. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Viðvörunarljós voru farin að blikka á íslenskum vinnumarkaði áður en útbreiðsla kórónaveiru hófst í byrjun árs. Í upphafi árs voru tíu þúsund einstaklingar án atvinnu og af þeim höfðu um 1800 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði. Fólki utan vinnumarkaðar hafði einnig farið fjölgandi af ýmsum ástæðum en sérstakt áhyggjuefni er að ungmennum sem hvorki voru starfandi né í námi hafði fjölgað. Þessi neikvæða þróun hélt svo áfram í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta kemur fram í Vinnumarkaðsskýrslu Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag. Þar segir að efnahagsleg viðspyrna á árunum 2012–2018 hafi verið drifinn áfram af fjölgun ferðamanna en sami vöxtur ekki verið sýnilegur í öðrum atvinnugreinum. Drífa Snædal er forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm „Ferðaþjónustunni var fyrst og fremst kleift að vaxa vegna mikillar fjölgunar erlends vinnuafls. Sami hópur er nú berskjaldaður fyrir neikvæðum áhrifum af hruni ferðaþjónustunnar í kjölfar útbreiðslu Covid-19,“ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. Þar kemur fram að atvinnuleysi sé í sögulegum hæðum og mældist árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 9% í ágúst. Fjölgun í hópi langtímaatvinnulausra „Hlutabótaúrræðið dró úr áfalli á vinnumarkaði og varði ráðningarsamband þúsunda einstaklinga á tímabilinu sem efnahagsleg óvissa var mest.“ Áhrif ferðatakmarkana komi skýrt fram í atvinnuleysistölum. Atvinnuleysi hafi aukist mest í ferðaþjónustu og tengdum greinum og er jafnframt mest á svæðum þar sem ferðaþjónusta er mikil. Atvinnuhorfur séu dökkar og viðbúið að atvinnulausum muni fara fjölgandi yfir vetrarmánuðina. „Mikil fjölgun hefur orðið í hópi langtímaatvinnulausra, þ.e. þeir einstaklingar sem hafa verið án atvinnu lengur en tólf mánuði. Einstaklingar í þessum hópi misstu flestir vinnuna í kjölfar þrenginga í ferðaþjónustu á síðasta ári.“ Erlent launafólk sé sá hópur sem orðið hafi fyrir þyngstu höggi á vinnumarkaði. Innflytjendur hafi verið tæp 20% af starfandi á vinnumarkaði 2019 en telji nú yfir 40% af atvinnulausum og langtímaatvinnulausum. Leggja til aðgerðir til að draga úr skaðanum „Áhyggjuefni er að fólk hverfur í auknum mæli af vinnumarkaði og sýna kannanir að ungmennum sem hvorki eru starfandi né í námi (e. not in education, employment or traning (NEET)) hefur fjölgað síðasta árið. Fjórðungur erlendra ungmenna er í þeim hópi. Efnahagskrísan verður lengri en búist var við í fyrstu. Neikvæðustu áhrif samdráttar birtast á vinnumarkaði og við þeim þarf að bregðast með skýrum vinnumarkaðsaðgerðum. Viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda munu ráða því að miklu leyti hversu djúp og skaðleg efnahagskrísan verður. Að tryggja afkomuöryggi fólks er lykilþáttur í því verkefni.“ ASÍ leggur til eftirfarandi aðgerðir sem geti dregið úr skaða kreppunnar: • Efla þarf atvinnuleysistryggingakerfið til að mæta atvinnuleysi af áður óþekktri stærð hér á landi. -Lengja þarf bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 36 mánuði til að bregðast við fyrirséðri aukningu langtímaatvinnuleysis. -Hækka þarf grunnbætur í 95% af dagvinnutekjutryggingu til að verja afkomuöryggi og koma í veg fyrir alvarlega fjárhagserfiðleika heimila sem verða fyrir atvinnumissi. -Tryggja þarf að einstaklingar sem kláruðu þriggja mánaða tekjutengt tímabil áður en það var lengt í sex mánuði fái fulla tekjutengingu í sex mánuði. • Hlutabætur verði virkt úrræði svo lengi sem þörf er á því, minnst til 1. júní 2021. • Ráðast þarf í stórfellda atvinnusköpun á næstu árum til að stuðla að fjölgun starfa á vinnumarkaði. Samhliða verður nauðsynlegt að fjárfesta í þjónustu og úrræðum til að virkja atvinnuleitendur og efla færni þeirra. • Bregðast þarf við brotthvarfi af vinnumarkaði og huga sérstaklega að þeim hópi ungmenna sem hvorki eru starfandi né í námi.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent