Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 18:38 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræðir við Ölmu Möller landlækni og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Heilbrigðisráðuneytið hefur tilkynnt um þriðja samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. Með samningnum er aðildarríkjum sambandsins, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, tryggður réttur til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningurinn miðast við að kauprétturinn sé tryggður strax og prófunum er lokið og niðurstöður sýna að bóluefnið er öruggt og með fullnægjandi virkni, að því er segir í tilkynningu. Ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) njóta sama aðgangs að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins. Samningurinn við Janssen er þriðji samningurinn sem Evrópusambandið gerir við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við veirunni. Áður var búið að semja við fyrirtækið AstraZeneca og Sanofi-GSK. Evrópusambandið á einnig í viðræðum við þrjú önnur fyrirtæki um bóluefnakaup; CureVac, BioNTech-Pfizer og Moderna. 200 milljón viðbótarskammtar Samningurinn við Janssen felur einnig í sér heimild til kaupa á bóluefnum fyrir allt að 200 milljónir manna til viðbótar. Horft er til þess að aðildarríkin geti lagt lágtekjuríkjum til bóluefni, auk heimildar til að framselja bóluefni til annarra Evrópuríkja. Í tilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem birt var í gær er haft eftir framkvæmdastjóra stofnunar Evrópusambandsins um heilbrigðis- og matvælaöryggi að samningurinn sé mikilvægt skref í átt að því að finna öfluga vörn gegn veirunni og að fleiri samninga sé að vænta. Fjölmörg bóluefni við kórónuveirunni eru nú í þróun víða um heim. Sérfræðingar segja þó flestir viðbúið að talsverð bið verði á því að bóluefni komist í almenna notkun. Það verði líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. Með samningnum er aðildarríkjum sambandsins, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, tryggður réttur til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningurinn miðast við að kauprétturinn sé tryggður strax og prófunum er lokið og niðurstöður sýna að bóluefnið er öruggt og með fullnægjandi virkni, að því er segir í tilkynningu. Ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) njóta sama aðgangs að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins. Samningurinn við Janssen er þriðji samningurinn sem Evrópusambandið gerir við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við veirunni. Áður var búið að semja við fyrirtækið AstraZeneca og Sanofi-GSK. Evrópusambandið á einnig í viðræðum við þrjú önnur fyrirtæki um bóluefnakaup; CureVac, BioNTech-Pfizer og Moderna. 200 milljón viðbótarskammtar Samningurinn við Janssen felur einnig í sér heimild til kaupa á bóluefnum fyrir allt að 200 milljónir manna til viðbótar. Horft er til þess að aðildarríkin geti lagt lágtekjuríkjum til bóluefni, auk heimildar til að framselja bóluefni til annarra Evrópuríkja. Í tilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem birt var í gær er haft eftir framkvæmdastjóra stofnunar Evrópusambandsins um heilbrigðis- og matvælaöryggi að samningurinn sé mikilvægt skref í átt að því að finna öfluga vörn gegn veirunni og að fleiri samninga sé að vænta. Fjölmörg bóluefni við kórónuveirunni eru nú í þróun víða um heim. Sérfræðingar segja þó flestir viðbúið að talsverð bið verði á því að bóluefni komist í almenna notkun. Það verði líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52