Stjórnarmaður KSÍ spyr hvort Kolbeinn hafi leikið sinn síðasta landsleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 00:20 Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni í leiknum á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020 EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020
EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira