Ættu að fá mikinn stuðning gegn Íslandi en mæta bullurnar með blysin? Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 22:00 Ungverjar köstuðu blysum inn á völlinn í 1-1 jafnteflinu við Íslendinga á EM 2016. Getty Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00
Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08
Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37
Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17