Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af jólavertíðinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2020 19:31 „Það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna Rósa Sætran. Vísir/Vilhelm Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira