Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 14:25 Maður í Suður-Kóreu fylgist með hersýningu norðursins í beinni útsendingu. Á myndinni má sjá langdræg flugskeyti sem sýnd voru á hersýningunni í nótt. AP Photo/Lee Jin-man Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. Í Norður-Kóreu er það til siðs að nýjustu vopn séu sýnd á slíkum hersýningum og segja sérfræðingar að flugskeytin, sem sýnd voru í nótt, gætu drifið á milli heimsálfa. Þetta er fyrsta hersýningin sem haldin er í landinu í tvö ár og hafa flugskeyti, líkt og þau sem sýnd voru á hersýningunni í nótt, ekki verið sýnd á hersýningum landsins frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu héldu sinn fyrsta friðarviðræðufund árið 2018. Hermenn Norður-Kóreu á hersýningu ríkisins í nótt.AP Photo/Lee Jin-man Hvorki erlendar fréttveitur né erlendir aðilar fengu að fylgjast með viðburðinum og hafa spekingar því þurft að rýna í fréttir og myndefni sem gefið hefur verið út af ríkismiðli Norður-Kóreu. Kim sagði í ræðu sem hann flutti á viðburðinum að landið muni halda áfram að „styrkja“ her sinn til „sjálfsvarnar og varnaðaráhrifa.“ Þetta er fyrsta hersýning Norður-Kóreu í um tvö ár.AP Photo/Lee Jin-man Þá sagðist hann einnig þakklátur því að engir norðurkóreumenn hafi smitast af Covid-19 sjúkdómnum. „Ég óska öllum þeim sem berjast við þennan vonda vírus á heimsvísu góðrar heilsu,“ sagði Kim. Sérfræðingar telja afar ólíklegt að veiran hafi ekki borist til landsins en gripið hefur verið til harðra aðgerða í Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að hún berist til landsins. Landamærum ríkisins var lokað í janúar til þess að koma í veg fyrir að veran bærist frá nágrannaríkinu Kína og hafa fregnir borist af því að yfirvöld hafi heimilað landamæravörðum að skjóta alla þá sem nálgast landamærin á færi. Í síðasta mánuði baðst Kim afsökunar á því að 47 ára gamall suðurkóreumaður hafi verið skotinn til bana af hersveitum Norður-Kóreu. Hann fannst af hersveitum landsins í sjónum í lögsögu Norður-Kóreu og var hann skotinn til bana og síðan kveikt í líkinu. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. Í Norður-Kóreu er það til siðs að nýjustu vopn séu sýnd á slíkum hersýningum og segja sérfræðingar að flugskeytin, sem sýnd voru í nótt, gætu drifið á milli heimsálfa. Þetta er fyrsta hersýningin sem haldin er í landinu í tvö ár og hafa flugskeyti, líkt og þau sem sýnd voru á hersýningunni í nótt, ekki verið sýnd á hersýningum landsins frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu héldu sinn fyrsta friðarviðræðufund árið 2018. Hermenn Norður-Kóreu á hersýningu ríkisins í nótt.AP Photo/Lee Jin-man Hvorki erlendar fréttveitur né erlendir aðilar fengu að fylgjast með viðburðinum og hafa spekingar því þurft að rýna í fréttir og myndefni sem gefið hefur verið út af ríkismiðli Norður-Kóreu. Kim sagði í ræðu sem hann flutti á viðburðinum að landið muni halda áfram að „styrkja“ her sinn til „sjálfsvarnar og varnaðaráhrifa.“ Þetta er fyrsta hersýning Norður-Kóreu í um tvö ár.AP Photo/Lee Jin-man Þá sagðist hann einnig þakklátur því að engir norðurkóreumenn hafi smitast af Covid-19 sjúkdómnum. „Ég óska öllum þeim sem berjast við þennan vonda vírus á heimsvísu góðrar heilsu,“ sagði Kim. Sérfræðingar telja afar ólíklegt að veiran hafi ekki borist til landsins en gripið hefur verið til harðra aðgerða í Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að hún berist til landsins. Landamærum ríkisins var lokað í janúar til þess að koma í veg fyrir að veran bærist frá nágrannaríkinu Kína og hafa fregnir borist af því að yfirvöld hafi heimilað landamæravörðum að skjóta alla þá sem nálgast landamærin á færi. Í síðasta mánuði baðst Kim afsökunar á því að 47 ára gamall suðurkóreumaður hafi verið skotinn til bana af hersveitum Norður-Kóreu. Hann fannst af hersveitum landsins í sjónum í lögsögu Norður-Kóreu og var hann skotinn til bana og síðan kveikt í líkinu.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59