Slæm byrjun Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta hélt áfram í dag þegar liðið heimsótti nýliða Acunsa.
Tryggvi hóf leik á bekknum en leikurinn var í járnum nánast frá upphafi til enda.
Zaragoza leiddi með tveimur stigum í leikhléi, 52-54, en heimamenn náðu að snúa leiknum sér í hag í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Lokatölur 70-67 fyrir Acunsa.
Tryggvi átti fína innkomu í lið Zaragoza, skoraði 10 stig og tók 6 fráköst.