Unglingspiltur gekkst við brotahrinunni á Siglufirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 12:02 Frá Siglufirði. Vísir/Jói K. Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær uppi á unglingspilti sem gekkst við fjölda brota á Siglufirði sem lögreglan hefur haft til rannsóknar síðustu daga. Drengurinn hefur náð sakhæfisaldri og verður mál hans sent ákæruvaldinu til meðferðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu. Þar kemur fram að brotin sem um er að ræða séu húsbrot, þjófnaður, innbrot og þjófnaður í grunnskóla og nytjataka og skemmdir á bifreiðum. „Á fimmtudaginn komu fram vísbendingar sem beindu sjónum lögreglu að manni á Siglufirði. Hann var yfirheyrður á föstudaginn en neitaði sök og færðu þessar aðgerðir lögregluna ekki nær lausn málsins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá segir að í gærkvöldi, laugardagskvöld, hafi lögreglu borist ábending um ungan mann á Siglufirði sem svaraði til lýsingar á meintum geranda í málunum sem hafa verið til rannsóknar. Þegar lögregla hafi ætlað sér að ná tali af viðkomandi hafi hann hlaupið í burtu, en hann var handsamaður stuttu síðar. Þá kom í ljós að um unglingspilt væri að ræða. Í framhaldinu hafi verið rætt við foreldra hans, auk þess sem sönnunargögn sem tengja hann við málið hafi komið í ljós. „Fulltrúi frá barnaverndaryfirvöldum var kallaður til og síðan tekin skýrsla af piltinum, þar sem hann gekkst við að hafa verið að verki í öllum tilvikum. Hann hafi verið einn að verki og koma lýsingar hans heim og saman við þær tilkynningar sem lögreglu höfðu borist,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að drengurinn var látinn laus eftir skýrslutöku hjá lögreglu. „Enn á eftir að hnýta upp nokkra lausa enda í rannsókninni og klára skýrslugerð. Að því loknu verður málið sent ákæruvaldi til meðferðar en pilturinn hefur náð sakhæfisaldri,“ segir að lokum í tilkynningunni. Fjallabyggð Lögreglumál Barnavernd Tengdar fréttir Vill reka bófana úr bænum Siglfirðingar skelkaðir vegna gripdeilda í bænum. 10. október 2020 08:01 Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16 Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær uppi á unglingspilti sem gekkst við fjölda brota á Siglufirði sem lögreglan hefur haft til rannsóknar síðustu daga. Drengurinn hefur náð sakhæfisaldri og verður mál hans sent ákæruvaldinu til meðferðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu. Þar kemur fram að brotin sem um er að ræða séu húsbrot, þjófnaður, innbrot og þjófnaður í grunnskóla og nytjataka og skemmdir á bifreiðum. „Á fimmtudaginn komu fram vísbendingar sem beindu sjónum lögreglu að manni á Siglufirði. Hann var yfirheyrður á föstudaginn en neitaði sök og færðu þessar aðgerðir lögregluna ekki nær lausn málsins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá segir að í gærkvöldi, laugardagskvöld, hafi lögreglu borist ábending um ungan mann á Siglufirði sem svaraði til lýsingar á meintum geranda í málunum sem hafa verið til rannsóknar. Þegar lögregla hafi ætlað sér að ná tali af viðkomandi hafi hann hlaupið í burtu, en hann var handsamaður stuttu síðar. Þá kom í ljós að um unglingspilt væri að ræða. Í framhaldinu hafi verið rætt við foreldra hans, auk þess sem sönnunargögn sem tengja hann við málið hafi komið í ljós. „Fulltrúi frá barnaverndaryfirvöldum var kallaður til og síðan tekin skýrsla af piltinum, þar sem hann gekkst við að hafa verið að verki í öllum tilvikum. Hann hafi verið einn að verki og koma lýsingar hans heim og saman við þær tilkynningar sem lögreglu höfðu borist,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að drengurinn var látinn laus eftir skýrslutöku hjá lögreglu. „Enn á eftir að hnýta upp nokkra lausa enda í rannsókninni og klára skýrslugerð. Að því loknu verður málið sent ákæruvaldi til meðferðar en pilturinn hefur náð sakhæfisaldri,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Fjallabyggð Lögreglumál Barnavernd Tengdar fréttir Vill reka bófana úr bænum Siglfirðingar skelkaðir vegna gripdeilda í bænum. 10. október 2020 08:01 Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16 Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16
Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39