Danskur kokkur og fjölskyldufaðir myndaði vopnaviðskipti Norður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 13:21 Ulrich Larsen stendur við mynd af fyrrverandi leiðtogum Norður-Kóreu, Kim Il-sung og Kim Jong-il. KFA SCANDINAVIA Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu. Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu.
Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent