Segir það árás á lífsgæði almennings ef ríkisstjórnin hjálpar ekki sveitarfélögum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 19:31 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík. „Það er mikð atvinnuleysi og tekjutap í Reykjavík. En við teljum okkur geta farið í gegnum þetta. Eins og önnur sveitarfélög sæjum það sem ótvíræðan kost að ríkisstjórnin kæmi sterkar inn í þetta með okkur. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum kallað eftir því ekki síst fyrir minni sveitarfélög sem mörg hver eru skuldsett eftir síðustu kreppu,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík.Vísir/Baldur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræddu stöðu sveitarfélaganna í Sprengisandi í morgun. Árás á lífsgæði almennings Heiða segir að sjaldan hafi þjónusta sveitarfélaganna verið jafn mikilvæg. Hún segir að ef halda eigi uppi lífsgæðum almennings um allt land þá verði ríkisstjórnin að hjálpa sveitarfélögunum. „Ríkisstjórnin þarf að dempa þetta mikla tekjufall og þessa miklu útgjaldaaukningu sem við sjáum fram á út af Covid-19. Annars er þetta árás á lífsgæði landsmanna.“ sagði Heiða Björg. Hún segir að sveitarfélögin þurfi að geta mætt þeim fjölskyldum sem eru að missa vinnuna og leita til sveitarfélaganna eftir fjárhagslegum eða félagslegum stuðningi. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri. Togstreita í gegnum tíðina Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að í gegnum árin hafi verið togstreita á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta sé þó að breytast núna og sérstaklega í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Skilningurinn sé meiri og samtalið þéttara. „Fyrir íbúa landsins skiptir það engu máli hvort ríki eða sveitarfélög sinni þjónustunni. Íbúar borga sína skatta og það er svo undir ríki og sveitarfélögum í sameiningu að finna bestu leiðina,“ sagði Halla. Skortir skilning á stöðu sveitarfélaga Heiða Björg segir að samtal hafi átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðuna en að sklning skorti. „Ég get hrósað ríkisstjórninni fyrir það að hún hefur verið tilbúin til þess að eiga þetta samtal við okkur en okkur finnst hafa vanta skilning á stöðu sveitarfélagana. Ég vil trúa því að hann komi,“ sagði Heiða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík. „Það er mikð atvinnuleysi og tekjutap í Reykjavík. En við teljum okkur geta farið í gegnum þetta. Eins og önnur sveitarfélög sæjum það sem ótvíræðan kost að ríkisstjórnin kæmi sterkar inn í þetta með okkur. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum kallað eftir því ekki síst fyrir minni sveitarfélög sem mörg hver eru skuldsett eftir síðustu kreppu,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík.Vísir/Baldur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræddu stöðu sveitarfélaganna í Sprengisandi í morgun. Árás á lífsgæði almennings Heiða segir að sjaldan hafi þjónusta sveitarfélaganna verið jafn mikilvæg. Hún segir að ef halda eigi uppi lífsgæðum almennings um allt land þá verði ríkisstjórnin að hjálpa sveitarfélögunum. „Ríkisstjórnin þarf að dempa þetta mikla tekjufall og þessa miklu útgjaldaaukningu sem við sjáum fram á út af Covid-19. Annars er þetta árás á lífsgæði landsmanna.“ sagði Heiða Björg. Hún segir að sveitarfélögin þurfi að geta mætt þeim fjölskyldum sem eru að missa vinnuna og leita til sveitarfélaganna eftir fjárhagslegum eða félagslegum stuðningi. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri. Togstreita í gegnum tíðina Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að í gegnum árin hafi verið togstreita á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta sé þó að breytast núna og sérstaklega í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Skilningurinn sé meiri og samtalið þéttara. „Fyrir íbúa landsins skiptir það engu máli hvort ríki eða sveitarfélög sinni þjónustunni. Íbúar borga sína skatta og það er svo undir ríki og sveitarfélögum í sameiningu að finna bestu leiðina,“ sagði Halla. Skortir skilning á stöðu sveitarfélaga Heiða Björg segir að samtal hafi átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðuna en að sklning skorti. „Ég get hrósað ríkisstjórninni fyrir það að hún hefur verið tilbúin til þess að eiga þetta samtal við okkur en okkur finnst hafa vanta skilning á stöðu sveitarfélagana. Ég vil trúa því að hann komi,“ sagði Heiða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira