Hannes segir boltann ekki hafa verið inni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2020 21:06 Þetta var tæpt. Vísir/Vilhelm „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira
„Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira