Telur að mótefnapartí gæti endað illa Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 12:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst skilja hugmyndir um „mótefnapartí“, samkvæmi fyrir þá sem hafa fengið kórónuveiruna og myndað mótefni fyrir henni. Slíkt væri þó erfitt í framkvæmd og gæti hvatt fólk til að reyna gagngert að smitast af veirunni. Það gæti endað illa, að mati Þórólfs. Árni Steinn Viggósson, fjármálaverkfræðingur og veitingastaðareigandi, viðraði hugmynd að mótefnasamkvæminu í samtali við Mbl í gær. Árni, sem sjálfur veiktist af veirunni og er nú í einangrun, sagði téð partí ofarlega á óskalistanum að afplánun einangruninnar lokinni. Samkvæmið yrði „fjölmennt en um leið fullkomlega öruggt“. „Já, það er komið að því. Þá er bara öllum boðið sem eru komnir með mótefni. Það þarf bara hátt hlutfall að mæta, þar sem þetta eru bara 3.500 manns. 5% af þeim væru bara 175 manns og við þyrftum mun betri mætingu en það. Ég held að það væri feit stemning fyrir þessu og ég efast ekki um að b5 tæki viðskiptunum fagnandi,“ sagði Árni við Mbl. Hefði skilið hugmyndina sem unglingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort slíkt samkvæmi gengi upp með tilliti til sóttvarnalegra sjónarmiða. Þórólfur sagði að ef veiran ein væri höfð til hliðsjónar myndi það ganga upp. „En ég held að það myndi skapa ákveðið fordæmi sem ég er ekki endilega viss um að allir myndu virða, það er að segja hvort þeir væru með mótefni eða ekki mótefni. Og ég held að þetta myndi kannski gefa tilefni til þess að fólk reyndi að fá þessa veiru svo það gæti farið í partí. Og það gæti endað mjög illa,“ sagði Þórólfur. „En sem unglingur myndi ég alveg skilja þessa hugmynd vel,“ bætti sóttvarnalæknir við. Alma Möller landlæknir vísaði jafnframt í umræðu tengda þessu á upplýsingafundi í síðustu viku. „Við ræddum tvennt. Það er, að þeir sem hafa fengið Covid, þó þeir séu komnir með mótefni, geta verið veikir í lungun. Og það er hægt að fá aðrar veirur og bakteríur í lungun. Og þá getur fólk auðvitað verið með veiruna á höndunum og borið hana á milli, þótt það sé sjálft ónæmt. Þannig að við hvetjum einnig þá sem eru búnir að fá Covid að fara varlega hvað varðar sóttvarnir,“ sagði Alma. Þá benti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á að hugmyndin um mótefnapartí vekti upp áhugaverða siðferðislega spurningu, um hvort leyfa ætti sumum eitthvað en öðrum ekki í baráttunni við veiruna. Sömu reglur um samkomubann gangi þó yfir alla, hvort sem þeir séu með mótefni fyrir veirunni eða ekki. Umræðu Þórólfs, Víðis og Ölmu um mótefnapartí má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira