„Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 22:45 Það er hætt við því að sætin í stóra sal Háskólabíós verði tóm í desember. Bragi Valdimar og félagar í Baggalúti ætla þó ekki að deyja ráðalausir. Brandenburg/Háskólabíó Á meðan kórónuveiran varir og smit halda áfram að greinast hér á landi liggur tónslitarbransinn í dvala, tekjulaus til að tala um. Hjá mörgum tónlistarmönnum, og öðrum í bransanum, hefur desember verið einn mikilvægasti mánuðurinn þegar kemur að tekjum. Þá fara jólatónleikar og annað slíkt á fulla ferð, við mikinn fögnuð tónelskra Íslendinga. Það gæti þó farið svo lítið verði um jólatónleikahald þessi jólin. Einn þeirra sem hefur áhyggjur af stöðunni er Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum í hinni sívinsælu hljómsveit Baggalút, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Vel og mikið hefur selst á fjölda jólatónleika með sveitinni. Bragi segir stöðuna tengda samkomutakmörkunum vegna faraldursins setja stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember. Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin Allur bransinn í dvala Bragi segir þó að staðan í tónlistariðnaðinum hér á landi sé heilt yfir vond um þessar mundir. „Stemningin er nú svona frekar döpur, þá bara heilt yfir í bransanum,“ segir Bragi Valdimar, sem er bæði formaður Félags tónskálda og textahöfunda og STEFs. Bransinn sé frosinn og desember hafi verið síðasta hálmstrá þeirra sem vinna við tónlist og tónleikahald. Bragi Valdimar segir þá að eins og staðan sé núna líti út fyrir að ekkert tónleikahald verði um jólin, nema í mýflugumynd. „Þetta hefur verið stærsti mánuður ársins í tónleikahaldi hjá mörgum.“ Ætla að gera eitthvað Bragi segir að Baggalútur hafi og sé að skoða ýmsa möguleika, komi til þess að ómögulegt verði að halda jólatónleika sökum samkomutakmarkana. „Við gerum örugglega eitthvað. Hvort sem það verður einhver sjónvarps- eða vídeóviðburður, eða streymi. En það verður aldrei í þeirri mynd sem við erum með tónleikana í, það þyrftu ansi margir að borga sig inn á streymi til að það svaraði kostnaði. En við gerum eitthvað, það er alveg á hreinu sko.“ Bragi segir að sveitin hafi verið orðin mjög bjartsýn á stöðuna í upphafi hausts, áður en hin svokallaða þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hóf að rísa hér á landi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Ákveðið hafi verið að selja miða á sex tónleika, sem á undanförnum árum hafa verið heldur fleiri, eða átján. „Við ákváðum að prófa þarna tvær helgar. Þær eru í sölu, og svo er það bara endurgreitt ef það verður ekki, eðlilega. En eins og ég segi, bransinn bara bíður allur. Hvort sem það er tónlistarfólk, tæknimenn, ljósafólk eða bara tónleikastaðirnir,“ segir Bragi og bendir á hversu stórt hagkerfið í kring um tónleikahald er. Tónlist Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á meðan kórónuveiran varir og smit halda áfram að greinast hér á landi liggur tónslitarbransinn í dvala, tekjulaus til að tala um. Hjá mörgum tónlistarmönnum, og öðrum í bransanum, hefur desember verið einn mikilvægasti mánuðurinn þegar kemur að tekjum. Þá fara jólatónleikar og annað slíkt á fulla ferð, við mikinn fögnuð tónelskra Íslendinga. Það gæti þó farið svo lítið verði um jólatónleikahald þessi jólin. Einn þeirra sem hefur áhyggjur af stöðunni er Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum í hinni sívinsælu hljómsveit Baggalút, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Vel og mikið hefur selst á fjölda jólatónleika með sveitinni. Bragi segir stöðuna tengda samkomutakmörkunum vegna faraldursins setja stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember. Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin Allur bransinn í dvala Bragi segir þó að staðan í tónlistariðnaðinum hér á landi sé heilt yfir vond um þessar mundir. „Stemningin er nú svona frekar döpur, þá bara heilt yfir í bransanum,“ segir Bragi Valdimar, sem er bæði formaður Félags tónskálda og textahöfunda og STEFs. Bransinn sé frosinn og desember hafi verið síðasta hálmstrá þeirra sem vinna við tónlist og tónleikahald. Bragi Valdimar segir þá að eins og staðan sé núna líti út fyrir að ekkert tónleikahald verði um jólin, nema í mýflugumynd. „Þetta hefur verið stærsti mánuður ársins í tónleikahaldi hjá mörgum.“ Ætla að gera eitthvað Bragi segir að Baggalútur hafi og sé að skoða ýmsa möguleika, komi til þess að ómögulegt verði að halda jólatónleika sökum samkomutakmarkana. „Við gerum örugglega eitthvað. Hvort sem það verður einhver sjónvarps- eða vídeóviðburður, eða streymi. En það verður aldrei í þeirri mynd sem við erum með tónleikana í, það þyrftu ansi margir að borga sig inn á streymi til að það svaraði kostnaði. En við gerum eitthvað, það er alveg á hreinu sko.“ Bragi segir að sveitin hafi verið orðin mjög bjartsýn á stöðuna í upphafi hausts, áður en hin svokallaða þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hóf að rísa hér á landi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Ákveðið hafi verið að selja miða á sex tónleika, sem á undanförnum árum hafa verið heldur fleiri, eða átján. „Við ákváðum að prófa þarna tvær helgar. Þær eru í sölu, og svo er það bara endurgreitt ef það verður ekki, eðlilega. En eins og ég segi, bransinn bara bíður allur. Hvort sem það er tónlistarfólk, tæknimenn, ljósafólk eða bara tónleikastaðirnir,“ segir Bragi og bendir á hversu stórt hagkerfið í kring um tónleikahald er.
Tónlist Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira