Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga metfjöldann úr fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 10:49 Róðurinn þyngist dag frá degi á Covid-19-göngudeildinni og búist er við fleiri innlögnum á spítalann á næstunni. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell 22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira