Sá elsti í sögu landsliðsins er orðinn einu ári eldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 14:00 Kári Árnason verður vonandi búinn að ná sér sem fyrst af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira