Segir þörf á að fara „mjög hægt“ í að aflétta hertum aðgerðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. október 2020 11:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira