Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 13:30 Klara Bjartmarz fundar hér með landsliðsþjálfurunum fyrir æfingu landsliðsins í hádeginu. VÍSIR/VILHELM Engin hætta er á því sem stendur að fresta þurfi leik Íslands og Belgíu þrátt fyrir grun um að starfsmaður knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli sé með kórónuveirusmit. Þetta segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld. „Það er grunur um að það að einn af okkar starfsmönnum sé smitaður. Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu eftir að ljósmyndari miðilsins varð vitni að auknum sóttvarnaviðbúnaði á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Klara segir að téður starfsmaður sé tengdur íslenska landsliðshópnum en hafi þó „ekki endilega“ verið í tengslum við leikmenn íslenska liðsins síðustu daga. Íslenska landsliðið kom saman á mánudaginn í síðustu viku og hefur haldið sig fjarri fólki á hóteli sínu en farið á æfingar og í leiki á Laugardalsvelli. Allur búnaður sem landsliðið notar, þar á meðal boltarnir, var hreinsaður fyrir æfinguna í dag.VÍSIR/VILHELM „Þetta mál er allt í skoðun en liðið æfði í morgun og undirbýr sig fyrir leikinn. Leikmenn fóru í „test“ í gær og þeir greindust allir neikvæðir,“ segir Klara. En er hugsanlegt að leikmenn þurfi að fara í sóttkví? „Við höfum engar upplýsingar sem að benda til þess. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá okkar heilbrigðisyfirvöldum. Málið er í biðstöðu og þangað til fylgjum við öllum fyrirmælum og gætum að öllum sóttvörnum.“ Jafnframt sé ekkert sem bendi til þess að leikurinn fari ekki fram á morgun: „Ekki nokkur skapaður hlutur. Ekki eins og staðan er núna.“ KSÍ Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Engin hætta er á því sem stendur að fresta þurfi leik Íslands og Belgíu þrátt fyrir grun um að starfsmaður knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli sé með kórónuveirusmit. Þetta segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld. „Það er grunur um að það að einn af okkar starfsmönnum sé smitaður. Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu eftir að ljósmyndari miðilsins varð vitni að auknum sóttvarnaviðbúnaði á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Klara segir að téður starfsmaður sé tengdur íslenska landsliðshópnum en hafi þó „ekki endilega“ verið í tengslum við leikmenn íslenska liðsins síðustu daga. Íslenska landsliðið kom saman á mánudaginn í síðustu viku og hefur haldið sig fjarri fólki á hóteli sínu en farið á æfingar og í leiki á Laugardalsvelli. Allur búnaður sem landsliðið notar, þar á meðal boltarnir, var hreinsaður fyrir æfinguna í dag.VÍSIR/VILHELM „Þetta mál er allt í skoðun en liðið æfði í morgun og undirbýr sig fyrir leikinn. Leikmenn fóru í „test“ í gær og þeir greindust allir neikvæðir,“ segir Klara. En er hugsanlegt að leikmenn þurfi að fara í sóttkví? „Við höfum engar upplýsingar sem að benda til þess. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá okkar heilbrigðisyfirvöldum. Málið er í biðstöðu og þangað til fylgjum við öllum fyrirmælum og gætum að öllum sóttvörnum.“ Jafnframt sé ekkert sem bendi til þess að leikurinn fari ekki fram á morgun: „Ekki nokkur skapaður hlutur. Ekki eins og staðan er núna.“
KSÍ Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira