Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 16:31 Erik Hamrén hlustar á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, tilkynna landsliðsþjálfurunum að starfsmaður hefði smitast. VÍSIR/VILHELM Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54
Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47