Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 15:16 Þorgrímur hefur verið hluti af starfsliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu um árabil. Hann fylgdi landsliðinu meðal annars á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi og skrifaði bækur byggðar á ferðunum. Vísir/Vilhelm Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. Af þeim sökum hefur allt starfslið A-landsliðsins verið sett í sóttkví. KSÍ ræður nú ráðum sínum um næstu skref, meðal annars hver stýri A-landsliðinu í leiknum gegn Belgum í Þjóðadeildinni á morgun. Þorgrímur segist ánægður að hann hafi greinst smitaður en ekki einhver annar. „Ég er sökudólgurinn,“ segir Þorgrímur í samtali við Vísi. Hann sé stálsleginn, finni ekki fyrir neinum einkennum en undirstrikar að það sé ekkert feimnismál að hann sé smitaður. Ekki orðið veikur í marga mánuði „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég er bara feginn að þetta sé ég en ekki einhver annar.“ Þorgrímur er í fantaformi, segist ekki hafa orðið veikur í marga mánuði og betur til þess fallinn að glíma við sjúkdóminn en margur. Þorgrímur var frábær knattspyrnumaður í gullaldarliði Vals á níunda áratugnum. Hér ræðir hann við Gylfa Þór Sigurðsson landsliðsmann.Vísir/Vilhelm Leikmenn landsliðsins þurfa ekki að fara í sóttkví og ekkert bendir til þess að leikurinn gegn Belgíu annað kvöld geti ekki farið fram samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu KSÍ. Ljóst er að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson stýra íslenska liðinu ekki gegn Belgum af hlíðarlínunn. Óvíst er hver verður á hliðarlínunni í stað þeirra. Auk þeirra Hamréns og Freys er markvarðaþjálfarinn Lars Eriksson, læknateymi og liðsstjórar íslenska liðsins komnir í sóttkví. Bíður niðurstöðu úr mótefnamælingu Þorgrímur segir ekki loku fyrir það skotið að hann fái góðar fréttir síðar í dag. Hann bíði eftir niðurstöður úr mótefnamælingu en mögulegt sé að um gamalt smit sé að ræða. Hann segir möguleika á að hann hafi smitast á tímabilinu miðvikudag til föstudag í síðustu viku. Landsliðið hefur verið í búbblu, ef svo má segja, á Hótel Nordica, hóteli liðsins hér á landi. Þorgrímur er gríðarlegur áhugamaður um knattspyrnu og mætir reglulega á völlinn. Hér er hann á U21 landsleik Íslands gegn Lúxemborg í góðum félagsskap.Vísir/Bára Dröfn Liðið kom saman fyrir viku fyrir leikinn gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag. Leikurinn gegn Belgum á morgun er síðasti leikurinn í þriggja leikja törn sem nær yfir sex daga. Landsliðið hefur þó verið saman lengur í undirbúningi sínum. Endalausir snertifletir Strangar reglur hafa gilt um leikmenn og starfslið. En alltaf er þó möguleiki á smiti. „Það eru endalausir snertifletir, við vorum ekki einir á hótelinu,“ segir Þorgrímur. Allir hafi gætt fyllsta öryggis. Þó fengið leyfi til að fara út í göngutúr, hjóla eða í bíltúr. Þá hafi þeir verið með grímur á göngum hótelsins. Erik Hamrén fagnar sigri á Rúmenum á dögunum. Hann mun ekki geta stjórnað íslenska landsliðinu gegn Belgum af hliðarlínunnu.Vísir/Vilhelm „Það er alltaf hætta. Kannski var þetta gott á mig. Ég hef alltaf hugsað þannig að þetta gæti ekki komið fyrir mig,“ segir Þorgrímur. Hann ber sig vel en undirstrikar að auðvitað sé um alvarlegan sjúkdóm að ræða. Hann sé þó betur til þess fallinn að glíma við hann en margur. Vængbrotið íslenskt lið Segja má að sóttkví starfsliðs A-landsliðsins sé enn eitt áfallið sem dynur á karlalandsliðsins. Nú þegar er ljóst að fjölmargir lykilmenn geta ekki tekið þátt í leiknum. Kári, Ragnar og Aron Einar voru í banastuði í 2-1 sigrinum á Rúmeníu í síðustu viku. Þeir verða ekki með gegn Belgum á morgun.Vísir/Hulda Margrét Sjö leikmenn verða fjarverandi en það eru landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson. Þeir sex fyrstu eru lykilmenn í landsliðinu og Arnór ein bjartasta von þess. Erik Hamrén sagði á blaðamannafundi í dag að hann hafi fyrir fram ætlað að passa upp á það að sem fæstir leikmenn myndu spila alla þrjá leikina í þessum glugga. Um væri að ræða þrjá keppnisleiki á sex dögum sem væru bæði erfiðir líkamlega og andlega. Erik Hamrén leyfði Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni að fara heim til sinna til í Englandi. Hann taldi það best fyrir þá og um leið þá best fyrir íslenska landsliðið fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum í næsta mánaða í umspili um laust sæti á EM næsta sumar. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Fréttin var uppfærð. Þorgrímur mismælti sig í viðtalinu og sagðist vera blóraböggullinn. Hann átti við sökudólgurinn. Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30 Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. Af þeim sökum hefur allt starfslið A-landsliðsins verið sett í sóttkví. KSÍ ræður nú ráðum sínum um næstu skref, meðal annars hver stýri A-landsliðinu í leiknum gegn Belgum í Þjóðadeildinni á morgun. Þorgrímur segist ánægður að hann hafi greinst smitaður en ekki einhver annar. „Ég er sökudólgurinn,“ segir Þorgrímur í samtali við Vísi. Hann sé stálsleginn, finni ekki fyrir neinum einkennum en undirstrikar að það sé ekkert feimnismál að hann sé smitaður. Ekki orðið veikur í marga mánuði „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég er bara feginn að þetta sé ég en ekki einhver annar.“ Þorgrímur er í fantaformi, segist ekki hafa orðið veikur í marga mánuði og betur til þess fallinn að glíma við sjúkdóminn en margur. Þorgrímur var frábær knattspyrnumaður í gullaldarliði Vals á níunda áratugnum. Hér ræðir hann við Gylfa Þór Sigurðsson landsliðsmann.Vísir/Vilhelm Leikmenn landsliðsins þurfa ekki að fara í sóttkví og ekkert bendir til þess að leikurinn gegn Belgíu annað kvöld geti ekki farið fram samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu KSÍ. Ljóst er að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson stýra íslenska liðinu ekki gegn Belgum af hlíðarlínunn. Óvíst er hver verður á hliðarlínunni í stað þeirra. Auk þeirra Hamréns og Freys er markvarðaþjálfarinn Lars Eriksson, læknateymi og liðsstjórar íslenska liðsins komnir í sóttkví. Bíður niðurstöðu úr mótefnamælingu Þorgrímur segir ekki loku fyrir það skotið að hann fái góðar fréttir síðar í dag. Hann bíði eftir niðurstöður úr mótefnamælingu en mögulegt sé að um gamalt smit sé að ræða. Hann segir möguleika á að hann hafi smitast á tímabilinu miðvikudag til föstudag í síðustu viku. Landsliðið hefur verið í búbblu, ef svo má segja, á Hótel Nordica, hóteli liðsins hér á landi. Þorgrímur er gríðarlegur áhugamaður um knattspyrnu og mætir reglulega á völlinn. Hér er hann á U21 landsleik Íslands gegn Lúxemborg í góðum félagsskap.Vísir/Bára Dröfn Liðið kom saman fyrir viku fyrir leikinn gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag. Leikurinn gegn Belgum á morgun er síðasti leikurinn í þriggja leikja törn sem nær yfir sex daga. Landsliðið hefur þó verið saman lengur í undirbúningi sínum. Endalausir snertifletir Strangar reglur hafa gilt um leikmenn og starfslið. En alltaf er þó möguleiki á smiti. „Það eru endalausir snertifletir, við vorum ekki einir á hótelinu,“ segir Þorgrímur. Allir hafi gætt fyllsta öryggis. Þó fengið leyfi til að fara út í göngutúr, hjóla eða í bíltúr. Þá hafi þeir verið með grímur á göngum hótelsins. Erik Hamrén fagnar sigri á Rúmenum á dögunum. Hann mun ekki geta stjórnað íslenska landsliðinu gegn Belgum af hliðarlínunnu.Vísir/Vilhelm „Það er alltaf hætta. Kannski var þetta gott á mig. Ég hef alltaf hugsað þannig að þetta gæti ekki komið fyrir mig,“ segir Þorgrímur. Hann ber sig vel en undirstrikar að auðvitað sé um alvarlegan sjúkdóm að ræða. Hann sé þó betur til þess fallinn að glíma við hann en margur. Vængbrotið íslenskt lið Segja má að sóttkví starfsliðs A-landsliðsins sé enn eitt áfallið sem dynur á karlalandsliðsins. Nú þegar er ljóst að fjölmargir lykilmenn geta ekki tekið þátt í leiknum. Kári, Ragnar og Aron Einar voru í banastuði í 2-1 sigrinum á Rúmeníu í síðustu viku. Þeir verða ekki með gegn Belgum á morgun.Vísir/Hulda Margrét Sjö leikmenn verða fjarverandi en það eru landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson. Þeir sex fyrstu eru lykilmenn í landsliðinu og Arnór ein bjartasta von þess. Erik Hamrén sagði á blaðamannafundi í dag að hann hafi fyrir fram ætlað að passa upp á það að sem fæstir leikmenn myndu spila alla þrjá leikina í þessum glugga. Um væri að ræða þrjá keppnisleiki á sex dögum sem væru bæði erfiðir líkamlega og andlega. Erik Hamrén leyfði Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni að fara heim til sinna til í Englandi. Hann taldi það best fyrir þá og um leið þá best fyrir íslenska landsliðið fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum í næsta mánaða í umspili um laust sæti á EM næsta sumar. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Fréttin var uppfærð. Þorgrímur mismælti sig í viðtalinu og sagðist vera blóraböggullinn. Hann átti við sökudólgurinn.
Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30 Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30
Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03