Sex smit rakin til morgunsunds á Hrafnagili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 17:40 Sundlaugin Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Mynd/NorthIceland.is Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku. Smitrakningarteymi vinnur nú að rakningu en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu. „Það er ákveðinn hópur sem að mætir reglulega í morgunsund, svona einangraður hópur, sem að hefur lent í þessu smiti og vonandi eru tilfellin tiltölulega einangruð út frá því,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit í samtali við Vísi. Hann segir þau smit sem upp hafa komið í sveitarfélaginu til þessa ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi þess. „Það fór eitt smit af stað föstudaginn síðasta og þá ákváðum við strax að herða aðgerðir hjá okkur af því þetta er svo lítið samfélag og þá jukum við við sóttvarnir í skólunum og drógum úr samgangi og lokuðum meðal annars á sundlaugina fyrir klukkan fjögur, það er að segja á meðan skólatími var,“ segir Finnur. „Þessi tilfelli sem eru að koma upp núna eru ekki að hafa áhrif umfram það, alla veganna ekki að svo stöddu. Við vinnum bara mjög náið með aðgerðastjórninni hérna fyrir norðan og þeir hjálpa okkur að taka ákvarðanir ef að við þurfum að bregðast meira við.“ Ekki hafi að svo stöddu þótt tilefni til þess að loka sundlauginni. „Af því að þetta er svo einangrað, og það einangrað við ákveðinn hóp og ákveðinn tíma skilst mér, þannig að þeir hafa rekið það á mjög afmarkaðan tíma á mjög afmarkaðan hátt,“ segir Finnur. Næstu dagar muni leiða það betur í ljós hvort þeim muni fjölga sem reynist smitaðir eða sem þurfi að fara í sóttkví. Þá er honum ekki kunnugt um nein tilfelli meðal barna, foreldra eða kennara í leik- og grunnskóla. Nokkur börn og foreldrar séu þó í sóttkví. Eyjafjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku. Smitrakningarteymi vinnur nú að rakningu en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu. „Það er ákveðinn hópur sem að mætir reglulega í morgunsund, svona einangraður hópur, sem að hefur lent í þessu smiti og vonandi eru tilfellin tiltölulega einangruð út frá því,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit í samtali við Vísi. Hann segir þau smit sem upp hafa komið í sveitarfélaginu til þessa ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi þess. „Það fór eitt smit af stað föstudaginn síðasta og þá ákváðum við strax að herða aðgerðir hjá okkur af því þetta er svo lítið samfélag og þá jukum við við sóttvarnir í skólunum og drógum úr samgangi og lokuðum meðal annars á sundlaugina fyrir klukkan fjögur, það er að segja á meðan skólatími var,“ segir Finnur. „Þessi tilfelli sem eru að koma upp núna eru ekki að hafa áhrif umfram það, alla veganna ekki að svo stöddu. Við vinnum bara mjög náið með aðgerðastjórninni hérna fyrir norðan og þeir hjálpa okkur að taka ákvarðanir ef að við þurfum að bregðast meira við.“ Ekki hafi að svo stöddu þótt tilefni til þess að loka sundlauginni. „Af því að þetta er svo einangrað, og það einangrað við ákveðinn hóp og ákveðinn tíma skilst mér, þannig að þeir hafa rekið það á mjög afmarkaðan tíma á mjög afmarkaðan hátt,“ segir Finnur. Næstu dagar muni leiða það betur í ljós hvort þeim muni fjölga sem reynist smitaðir eða sem þurfi að fara í sóttkví. Þá er honum ekki kunnugt um nein tilfelli meðal barna, foreldra eða kennara í leik- og grunnskóla. Nokkur börn og foreldrar séu þó í sóttkví.
Eyjafjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira