Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2020 18:55 Frá Grafarholtsvelli í Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að draga úr hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. Kylfingar viðruðu óánægju sína þegar flestir golfvellir á höfuðborgarsvæðinu urðu við tilmælum almannavarna og sóttvarnayfirvalda um að loka þegar hertar aðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum tóku gildi í síðustu viku. Mælst var til þess að íþróttastarf yrði stöðvað tímabundið. Vegna þess að aðgerðir voru sérstaklega hertar á höfuðborgarsvæðinu var mælst til þess að kylfingar þar færu ekki út fyrir borgina að spila. Einhver hópur kylfinga af höfuðborgarsvæðinu virti þau tilmæli þó að vettugi. Þórólfur var spurður að því hvort að hann óttaðist að fá stóran hóp upp á móti yfirvöldum sem skilji ekki rökin fyrir því að hann fái ekki að spila golf utandyra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Rökin eru nú bara þau að við erum að reyna að koma í veg fyrir alla hópamyndun og alls staðar þar sem fólk er að hópast saman og koma saman erum við að reyna að minnka það,“ sagði sóttvarnalæknir. Sóttvarnayfirvöld hafi legið undir ámæli fyrir að gefa út of flóknar leiðbeiningar með mismunandi reglum fyrir mismunandi hópa. Svo þegar einsleitari reglur séu gefnar út séu margir óánægðir með að ekki séu sérreglur fyrir þá. Sagði Þórólfur það áhyggjuefni ef fólk skildi ekki að reynt væri að stöðva faraldurinn með öllum tiltækum ráðum. „Næsta skref væri þá bara að loka öllu og banna fólki að fara út eins og sum lönd gera. Ég held að fólk yrði nú ekki ánægt með það,“ sagði Þórólfur. Viðurkenndi Þórólfur að hann merkti aukna sóttvarnaþreytu hjá almenningi. Það sæist meðal annars á umferð þó að hún sé minni en venjulega nú. „Svo er náttúrulega líka að margir eru óánægðir ef aðgerðirnar koma einhvern veginn við þá,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Golf Tengdar fréttir Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. 13. október 2020 17:44 Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og alammavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að draga úr hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. Kylfingar viðruðu óánægju sína þegar flestir golfvellir á höfuðborgarsvæðinu urðu við tilmælum almannavarna og sóttvarnayfirvalda um að loka þegar hertar aðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum tóku gildi í síðustu viku. Mælst var til þess að íþróttastarf yrði stöðvað tímabundið. Vegna þess að aðgerðir voru sérstaklega hertar á höfuðborgarsvæðinu var mælst til þess að kylfingar þar færu ekki út fyrir borgina að spila. Einhver hópur kylfinga af höfuðborgarsvæðinu virti þau tilmæli þó að vettugi. Þórólfur var spurður að því hvort að hann óttaðist að fá stóran hóp upp á móti yfirvöldum sem skilji ekki rökin fyrir því að hann fái ekki að spila golf utandyra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Rökin eru nú bara þau að við erum að reyna að koma í veg fyrir alla hópamyndun og alls staðar þar sem fólk er að hópast saman og koma saman erum við að reyna að minnka það,“ sagði sóttvarnalæknir. Sóttvarnayfirvöld hafi legið undir ámæli fyrir að gefa út of flóknar leiðbeiningar með mismunandi reglum fyrir mismunandi hópa. Svo þegar einsleitari reglur séu gefnar út séu margir óánægðir með að ekki séu sérreglur fyrir þá. Sagði Þórólfur það áhyggjuefni ef fólk skildi ekki að reynt væri að stöðva faraldurinn með öllum tiltækum ráðum. „Næsta skref væri þá bara að loka öllu og banna fólki að fara út eins og sum lönd gera. Ég held að fólk yrði nú ekki ánægt með það,“ sagði Þórólfur. Viðurkenndi Þórólfur að hann merkti aukna sóttvarnaþreytu hjá almenningi. Það sæist meðal annars á umferð þó að hún sé minni en venjulega nú. „Svo er náttúrulega líka að margir eru óánægðir ef aðgerðirnar koma einhvern veginn við þá,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Golf Tengdar fréttir Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. 13. október 2020 17:44 Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og alammavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. 13. október 2020 17:44
Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32
Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og alammavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01
26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34
Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53
Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36