Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 11:31 Úr toppslag Breiðabliks og Vals í byrjun þessa mánaðar. Blikar unnu 0-1 sigur og tóku þar með stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. vísir/hulda margrét Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að sanngjarnast væri að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna. Hann leggur til að engin lið falli og deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. Máni birti í gær færslu á Facebook með frétt Fótbolta.net um að lið íhugi nú hvort þau eigi að senda erlenda leikmenn heim þótt tímabilinu sé ekki lokið. Öll liðin í Pepsi Max-deild kvenna eiga tvo leiki eftir fyrir utan botnlið KR sem á fjóra leiki eftir og Breiðablik og Fylki sem eiga þrjá leiki eftir hvort lið. Keppni var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og ljóst er að hún hefst ekki aftur fyrr en eftir landsleikjahlé. Ísland mætir Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM 27. október. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar og Máni segir að liðið eigi að verða krýnt Íslandsmeistari. Hann leggur til að ekkert lið falli úr Pepsi Max-deildinni en Tindastóll og Keflavík bætist við hana. Liðin eru í tveimur efstu sætum Lengjudeildarinnar og búin að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. „Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Keflavík og Tindastóll koma upp og spiluð 12 liða deild á næsta ári. Það er ljóst að liðin tvö sem falla úr deildinni í ár munu falla á nýju stigameti. Sem segir okkur að deildin er að verða jafnari þrátt fyrir þessi 2 sem eru að stinga af,“ skrifar Máni. Eins og áður sagði á KR fjóra leiki eftir. Liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar og Máni segir að megi deila um sanngirni þess ef KR-ingar falla. Hann segir jafnframt erfitt fyrir lið sem eru marga útlendinga að halda þeim með tilheyrandi kostnaði án þess að fá neinar tekjur. „Ef KR fellur er það eftir að hafa lent í þrisvar í sóttkví og það má deila um hversu sanngjarnt það sé. Síðan er ósanngjarnt að þau lið sem eru að leggja metnað í kvennastarfið sitt og eru með marga erlenda leikmenn eigi að þurfa blæða pening í einhverjar vikur eða mánuði í viðbót án þess að fá nokkrar tekjur. 1. deild yrði áfram 10 lið þar sem mér skilst að 2 ný kvennalið séu á leiðinni. Ég hef enga skoðun á því hvort þetta ætti bara að vera í eitt ár eða væri komið til að vera,“ skrifar Máni. Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Kelfavík...Posted by Mani Pétursson on Tuesday, October 13, 2020 Hér fyrir neðan má stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna eins og hún er núna. Síðast var leikið í deildinni helgina 3.-4. október. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að sanngjarnast væri að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna. Hann leggur til að engin lið falli og deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. Máni birti í gær færslu á Facebook með frétt Fótbolta.net um að lið íhugi nú hvort þau eigi að senda erlenda leikmenn heim þótt tímabilinu sé ekki lokið. Öll liðin í Pepsi Max-deild kvenna eiga tvo leiki eftir fyrir utan botnlið KR sem á fjóra leiki eftir og Breiðablik og Fylki sem eiga þrjá leiki eftir hvort lið. Keppni var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og ljóst er að hún hefst ekki aftur fyrr en eftir landsleikjahlé. Ísland mætir Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM 27. október. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar og Máni segir að liðið eigi að verða krýnt Íslandsmeistari. Hann leggur til að ekkert lið falli úr Pepsi Max-deildinni en Tindastóll og Keflavík bætist við hana. Liðin eru í tveimur efstu sætum Lengjudeildarinnar og búin að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. „Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Keflavík og Tindastóll koma upp og spiluð 12 liða deild á næsta ári. Það er ljóst að liðin tvö sem falla úr deildinni í ár munu falla á nýju stigameti. Sem segir okkur að deildin er að verða jafnari þrátt fyrir þessi 2 sem eru að stinga af,“ skrifar Máni. Eins og áður sagði á KR fjóra leiki eftir. Liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar og Máni segir að megi deila um sanngirni þess ef KR-ingar falla. Hann segir jafnframt erfitt fyrir lið sem eru marga útlendinga að halda þeim með tilheyrandi kostnaði án þess að fá neinar tekjur. „Ef KR fellur er það eftir að hafa lent í þrisvar í sóttkví og það má deila um hversu sanngjarnt það sé. Síðan er ósanngjarnt að þau lið sem eru að leggja metnað í kvennastarfið sitt og eru með marga erlenda leikmenn eigi að þurfa blæða pening í einhverjar vikur eða mánuði í viðbót án þess að fá nokkrar tekjur. 1. deild yrði áfram 10 lið þar sem mér skilst að 2 ný kvennalið séu á leiðinni. Ég hef enga skoðun á því hvort þetta ætti bara að vera í eitt ár eða væri komið til að vera,“ skrifar Máni. Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Kelfavík...Posted by Mani Pétursson on Tuesday, October 13, 2020 Hér fyrir neðan má stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna eins og hún er núna. Síðast var leikið í deildinni helgina 3.-4. október.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira