Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2020 12:24 Gauti ávarpaði þjóðina í hádeginu. „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. Stórir og stöndugir jólatónleikar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið samkomutakmörkunum að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga þeim jólatónleikum sem bjargað verður,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í hádeginu í dag. Þar tilkynnti hann að ekki yrðu hefðbundnir jólatónleikar hjá honum ár en hann hefur síðastliðin ár staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sér hann sér ekki fært að standa fyrir jólatónleikum í ár. „Það er með harm í brjósti sem ég tilkynni að í ljósi aðstæðna verður ekki unnt að halda Jülevenner Emmsjé Gauta jólin 2020. Engin ábyrgur jólatónleikahaldari teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt fórna þurfi skemmtilegasta kvöldi ársins, Jülevenner Emmsjé Gauta.“ Hann segist hafa fengið stórfyrirtæki hér á landi til að aðstoða sig við að finna lausn á málinu og eru það fyrirtækin Tuborg, Dominos og verslunarkeðjan Iceland. Þar nefndi hann jólaplötu sem væri á leiðinni en hún ber heitið Það eru komin jül, sérstök Jülepizza verður til sölu og mun hún bragðast eins og hamborgari og sérstakt Jülevenner jóladagatal verði til sölu. „Góðir landsmenn. Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist vegna þess að Jülevenner Emmsjé Gauta fellur niður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur og mæta sterkari til leiks á Jülevenner (Emmsjé Gauta) 2021. Guð blessi Jülevenner,“ sagði Gauti að lokum. Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. Stórir og stöndugir jólatónleikar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið samkomutakmörkunum að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga þeim jólatónleikum sem bjargað verður,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í hádeginu í dag. Þar tilkynnti hann að ekki yrðu hefðbundnir jólatónleikar hjá honum ár en hann hefur síðastliðin ár staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sér hann sér ekki fært að standa fyrir jólatónleikum í ár. „Það er með harm í brjósti sem ég tilkynni að í ljósi aðstæðna verður ekki unnt að halda Jülevenner Emmsjé Gauta jólin 2020. Engin ábyrgur jólatónleikahaldari teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt fórna þurfi skemmtilegasta kvöldi ársins, Jülevenner Emmsjé Gauta.“ Hann segist hafa fengið stórfyrirtæki hér á landi til að aðstoða sig við að finna lausn á málinu og eru það fyrirtækin Tuborg, Dominos og verslunarkeðjan Iceland. Þar nefndi hann jólaplötu sem væri á leiðinni en hún ber heitið Það eru komin jül, sérstök Jülepizza verður til sölu og mun hún bragðast eins og hamborgari og sérstakt Jülevenner jóladagatal verði til sölu. „Góðir landsmenn. Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist vegna þess að Jülevenner Emmsjé Gauta fellur niður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur og mæta sterkari til leiks á Jülevenner (Emmsjé Gauta) 2021. Guð blessi Jülevenner,“ sagði Gauti að lokum.
Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira