Arnar beint í smitpróf og lögfræðingurinn sér um boltakrakkana Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 12:24 Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Eftir æfinguna var allt starfslið landsliðsins sett í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16