Topplið heimslista FIFA hefur aldrei áður spilað á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 14:00 Olivier Giroud tryggir Frökkum 1-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í fyrra. Getty/Jan Hetfleisch Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið bæði ríkjandi og nýkrýnda heimsmeistara í heimsókn í Laugardalinn en í kvöld taka íslensku strákarnir hins vegar í fyrsta sinn á móti efsta liði heimsmeistara FIFA á Laugardalsvelli. Frakkar hafa tvisvar komið í Laugardalinn sem ríkjandi heimsmeistarar en í hvorugt skipti þá voru þeir í efsta sæti heimslistans. Belgar fóru síðan á topp heimslistans eftir sigur sinn á Laugardalsvellinum haustið 2018. Hollendingar komu síðan í Laugardalinn sumarið 2009 þegar þeir voru í öðru sæti heimslistans. Belgar mæta í Laugardalinn í kvöld en þeir hafa verið í efsta sæti heimslistans síðan í septembermánuði 2018. Did you know that Belgium has been first in the FIFA ranking since 2018? Thanks to our fantastic Red Devils! Keep it that way! pic.twitter.com/1bkaKgvI9N— BelPhenomenal (@BelPhenomenal) September 23, 2019 Íslenska landsliðið hefur mætt efsta landsliði heimslistans áður á útivelli eða alls þrisvar sinnum. Fyrsti leikurinn var á útivelli á móti Brasilíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins 1994 en Ronaldo skoraði þá í sínum fyrsta landsleik í 3-0 sigri Brassa. Íslensku strákarnir hafa líka tvisvar mætt Belgum á útivelli síðan belgíska liðið komst í efsta sæti heimslistans. Frakkar spiluðu sinn fyrsta mótsleik eftir heimsmeistaratitilinn 1998 þegar þeir spiluðu við íslenska landsliðið í byrjun september 1998 eða aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir 3-0 sigur sinn á Brasilíu í úrslitaleik HM. Ríkharður Daðason kom íslenska liðinu í 1-0 með skalla eftir skógarhlaup markvarðarins litríka Fabien Barthez en Frakkar náðu að jafna og tryggja sér eitt stig. Frakkar voru þarna enn í öðru sæti heimslistans á eftir Brasilíumönnum þrátt fyrir heimsmeistaratitilinn. Þeir komust ekki í efsta sætið fyrr en að þeir voru líka búnir að bæta Evrópumeistaratitlinum við sumarið 2000. Frakkar voru líka ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn 11. október í fyrra. Frakkar unnu þá nauman 1-0 sigur. Frakkar höfðu þá þegar misst efsta sæti heimslistans til Belga sem höfðu verið í öðru sæti heimslistans þegar þær mættu til Íslands mánuði fyrr. Svíar voru líka nálægt toppi heimslistans þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinni haustið 1994 þá nýbúnir að vinna brons á HM í Bandaríkjunum. Sænska liðið var þá í þriðja sæti heimslistans og vann þá 1-0 sigur á íslenska liðinu með marki Klas Ingesson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið bæði ríkjandi og nýkrýnda heimsmeistara í heimsókn í Laugardalinn en í kvöld taka íslensku strákarnir hins vegar í fyrsta sinn á móti efsta liði heimsmeistara FIFA á Laugardalsvelli. Frakkar hafa tvisvar komið í Laugardalinn sem ríkjandi heimsmeistarar en í hvorugt skipti þá voru þeir í efsta sæti heimslistans. Belgar fóru síðan á topp heimslistans eftir sigur sinn á Laugardalsvellinum haustið 2018. Hollendingar komu síðan í Laugardalinn sumarið 2009 þegar þeir voru í öðru sæti heimslistans. Belgar mæta í Laugardalinn í kvöld en þeir hafa verið í efsta sæti heimslistans síðan í septembermánuði 2018. Did you know that Belgium has been first in the FIFA ranking since 2018? Thanks to our fantastic Red Devils! Keep it that way! pic.twitter.com/1bkaKgvI9N— BelPhenomenal (@BelPhenomenal) September 23, 2019 Íslenska landsliðið hefur mætt efsta landsliði heimslistans áður á útivelli eða alls þrisvar sinnum. Fyrsti leikurinn var á útivelli á móti Brasilíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins 1994 en Ronaldo skoraði þá í sínum fyrsta landsleik í 3-0 sigri Brassa. Íslensku strákarnir hafa líka tvisvar mætt Belgum á útivelli síðan belgíska liðið komst í efsta sæti heimslistans. Frakkar spiluðu sinn fyrsta mótsleik eftir heimsmeistaratitilinn 1998 þegar þeir spiluðu við íslenska landsliðið í byrjun september 1998 eða aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir 3-0 sigur sinn á Brasilíu í úrslitaleik HM. Ríkharður Daðason kom íslenska liðinu í 1-0 með skalla eftir skógarhlaup markvarðarins litríka Fabien Barthez en Frakkar náðu að jafna og tryggja sér eitt stig. Frakkar voru þarna enn í öðru sæti heimslistans á eftir Brasilíumönnum þrátt fyrir heimsmeistaratitilinn. Þeir komust ekki í efsta sætið fyrr en að þeir voru líka búnir að bæta Evrópumeistaratitlinum við sumarið 2000. Frakkar voru líka ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn 11. október í fyrra. Frakkar unnu þá nauman 1-0 sigur. Frakkar höfðu þá þegar misst efsta sæti heimslistans til Belga sem höfðu verið í öðru sæti heimslistans þegar þær mættu til Íslands mánuði fyrr. Svíar voru líka nálægt toppi heimslistans þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinni haustið 1994 þá nýbúnir að vinna brons á HM í Bandaríkjunum. Sænska liðið var þá í þriðja sæti heimslistans og vann þá 1-0 sigur á íslenska liðinu með marki Klas Ingesson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998
Leikir Íslands á móti toppliðinu á heimslista FIFA 3-0 tap á móti Brasilíu í Florianópolis 4. maí 1994 2-0 tap á móti Belgíu í Brussels 15. nóvember 2018 2-2 jafntefli á móti Frakklandi í Guingamp 11. október 2018 (æfingaleikur) 5-1 tap á móti Belgíu í Brussel 8. september 2020 Leikir Íslands á móti liðinu í öðru sæti á heimslista FIFA 1-0 tap á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 11. október 2019 4-0 tap á móti Frakklandi í Saint-Denis 25. mars 2019 3-0 tap á móti Belgíu á Laugardalsvellinum 11. september 2018 2-1 tap á móti Hollandi á Laugardalsvellinum 6. júní 2009 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á Laugardalsvellinum 5. september 1998
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira