Kóralrifið mikla hefur minnkað um helming frá 1995 Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 12:00 Kóralrifið mikla hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. EPA/DAN PELED Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Vísindamenn sem komust að þessari niðurstöðu segja nauðsynlegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að rifið hefði tapað álíka magni af öllum tegundum kóralla en mestur skaði átti sér stað árin 2016 og 17. Rannsóknin náði þó eingöngu til áranna 1995 til og með 2017. Rifið varð fyrir enn einu áfallinu á þessu ári. Samkvæmt frétt Brisbane Times er því talið líklegt að ástandið sé í raun alvarlegra en fram kemur í rannsókninni. Í byrjun ársins mældist sjórinn við rifið heitari en nokkru sinni áður síðan mælingar hófust um 1900. Sjá einnig: Kóralrifið mikla í bráðri hættu Stærstu tegundur kóralla virðast hafa orðið hvað verst úti á undanförnum árum og hafa margir dáið vegna aflitunar. Aflitun er þegar kórall sem er undir miklu álagi rekur þörunga sem veita honum lit á brott. Þeir geta jafnað sig, lagist aðstæður þeirra, en það getur tekið áratugi. Í frétt BBC er vísað í rannsókn frá því í fyrra þar sem því var haldið fram að elstu kórallarnir væru dauðir og því ætti rifið erfitt með að endurnýja sig. Færri kórallar sem geti fjölgað sér séu lifandi. Í frétt Washington Post er haft eftir vísindamönnunum sem komu að rannsókninni að við norðanverðan jaðar kóralrifsins mikla hafi nýlendur kórala nánast þurrkast út. Afbrigðilegar hitabylgjur séu að leika rifið grátt og svo virðist sem að tíðni þeirra hafi aukist. Þannig hafi rifið sífellt minni tíma til að jafna sig. Hér má sjá nokkurra ára gamla heimildarmynd ABC um aflitun. Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Vísindamenn sem komust að þessari niðurstöðu segja nauðsynlegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að rifið hefði tapað álíka magni af öllum tegundum kóralla en mestur skaði átti sér stað árin 2016 og 17. Rannsóknin náði þó eingöngu til áranna 1995 til og með 2017. Rifið varð fyrir enn einu áfallinu á þessu ári. Samkvæmt frétt Brisbane Times er því talið líklegt að ástandið sé í raun alvarlegra en fram kemur í rannsókninni. Í byrjun ársins mældist sjórinn við rifið heitari en nokkru sinni áður síðan mælingar hófust um 1900. Sjá einnig: Kóralrifið mikla í bráðri hættu Stærstu tegundur kóralla virðast hafa orðið hvað verst úti á undanförnum árum og hafa margir dáið vegna aflitunar. Aflitun er þegar kórall sem er undir miklu álagi rekur þörunga sem veita honum lit á brott. Þeir geta jafnað sig, lagist aðstæður þeirra, en það getur tekið áratugi. Í frétt BBC er vísað í rannsókn frá því í fyrra þar sem því var haldið fram að elstu kórallarnir væru dauðir og því ætti rifið erfitt með að endurnýja sig. Færri kórallar sem geti fjölgað sér séu lifandi. Í frétt Washington Post er haft eftir vísindamönnunum sem komu að rannsókninni að við norðanverðan jaðar kóralrifsins mikla hafi nýlendur kórala nánast þurrkast út. Afbrigðilegar hitabylgjur séu að leika rifið grátt og svo virðist sem að tíðni þeirra hafi aukist. Þannig hafi rifið sífellt minni tíma til að jafna sig. Hér má sjá nokkurra ára gamla heimildarmynd ABC um aflitun.
Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira