Lukaku og Batshuayi hafa verið íslenska liðinu afar erfiðir í síðustu leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 15:00 Romelu Lukaku skoraði tvö mörk í síðasta leiknum sínum á Laugardalsvellinum en hér er hann í baráttu við Guðlaug Victor Pálsson í leiknum. Getty/ Philippe Crochet Framherjar Belga hafa raðað inn mörkum í síðustu landsleikjum á móti Íslandi og þá hefur ekki skipt máli hvort Romelu Lukaku eða Michy Batshuayi hefur byrjað leikinn fyrir Belga. Nú er spurning hvort það verður Romelu Lukaku eða Michy Batshuayi sem byrjar leikinn á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Michy Batshuayi hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Íslandi og þegar Romelu Lukaku mætti síðast í Laugardalinn þá skoraði hann tvívegis. Romelu Lukaku skoraði líka í 3-1 sigri Belga á Íslendingum í vináttulandsleik í nóvember 2014. Michy Batshuayi og Romelu Lukaku hafa því skorað samtals sjö mörk í síðustu fjórum landsleikjum Íslands og Belgíu sem Belgar hafa unnið alla og það með markatölunni 13-2. Batshuayi hefur nýtt sín tækifæri vel með belgíska landsliðinu en hann hefur skorað 19 mörk í 31 landsleik. Romelu Lukaku er samt fyrsti kostur og hann er með 53 mörk í 86 landsleikjunum sínum. Romelu Lukaku skoraði fyrir Belga í síðasta leik en það dugði ekki því Belgía tapaði þá 2-1 á móti Englandi á Wembley. Michy Batshuayi skoraði líka í sínum síðasta landsleik sem var vináttulandsleikur á móti Fílabeinsströndinni á fimmtudaginn var. Í leiknum á undan skoraði hann annað og fjórða mark belgíska landsliðsins í 5-1 sigri á Íslandi. Íslensku varnarmennirnir hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af Romelu Lukaku í síðustu tveimur leikjum en frá ágúst 2017 þá hefur hann skorað 30 mörk í aðeins 26 landsleikjum. Íslenska liðið hefur hins vegar aldrei þurft að eiga við þá báða í einu og það er kannski eins gott. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Framherjar Belga hafa raðað inn mörkum í síðustu landsleikjum á móti Íslandi og þá hefur ekki skipt máli hvort Romelu Lukaku eða Michy Batshuayi hefur byrjað leikinn fyrir Belga. Nú er spurning hvort það verður Romelu Lukaku eða Michy Batshuayi sem byrjar leikinn á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á bæði Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Michy Batshuayi hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Íslandi og þegar Romelu Lukaku mætti síðast í Laugardalinn þá skoraði hann tvívegis. Romelu Lukaku skoraði líka í 3-1 sigri Belga á Íslendingum í vináttulandsleik í nóvember 2014. Michy Batshuayi og Romelu Lukaku hafa því skorað samtals sjö mörk í síðustu fjórum landsleikjum Íslands og Belgíu sem Belgar hafa unnið alla og það með markatölunni 13-2. Batshuayi hefur nýtt sín tækifæri vel með belgíska landsliðinu en hann hefur skorað 19 mörk í 31 landsleik. Romelu Lukaku er samt fyrsti kostur og hann er með 53 mörk í 86 landsleikjunum sínum. Romelu Lukaku skoraði fyrir Belga í síðasta leik en það dugði ekki því Belgía tapaði þá 2-1 á móti Englandi á Wembley. Michy Batshuayi skoraði líka í sínum síðasta landsleik sem var vináttulandsleikur á móti Fílabeinsströndinni á fimmtudaginn var. Í leiknum á undan skoraði hann annað og fjórða mark belgíska landsliðsins í 5-1 sigri á Íslandi. Íslensku varnarmennirnir hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af Romelu Lukaku í síðustu tveimur leikjum en frá ágúst 2017 þá hefur hann skorað 30 mörk í aðeins 26 landsleikjum. Íslenska liðið hefur hins vegar aldrei þurft að eiga við þá báða í einu og það er kannski eins gott.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjá meira