Búa sig undir langhlaup í skólunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. október 2020 17:31 Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á skólastarf. Nú eru hátt í níu hundruð leik- og grunnskólabörn í Reykjavík í sóttkví og foreldrar um fjögur hundruð barna til viðbótar halda börnum sínum heima. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir líkt og í fleiri skólum hafi verið gripið til ýmissa ráðstafana til að lágmarka hættu á smit og koma í veg fyrir að börn þurfi að fara í sóttkví. „Við þurfum að skipta niður í svæði og höfum þurft að fella niður til dæmis sundkennsluna í ákveðinn tíma og við erum svona að leysa mál með það fyrir augum að forðast blöndun eins mikið og mögulegt er,“ segir Magnús Þór. Grímuskylda er hjá starfsmönnum á ákveðnum svæðum í skólanum og nemendum á unglingastigi stendur til boða að nota grímur sem um helmingur hefur gert. Magnús segir ljóst að faraldurinn geti haft veruleg áhrif á skólastarf í allan vetur. „Við áttum okkur á því núna að þetta er ekki eins mikill sprettur og við náðum að taka með vorinu og með sólina í kringum okkur. Nú erum við auðvitað að horfa framan í lengra ástand og við höfum verið að gera áætlanir sem miða við að jafnvel allt skólaárið verði svona.“ Hann segir ástandið hafa áhrif á líðan allra í skólanum en hann sé stoltur af sínu fólki og börnunum. „Fólk er enn þá að taka þetta hlutverk alvarlega að vera þessi svona vin í þessari eyðimörk sem COVID er en ég ætla ekkert að skrökva því að við finnum það þetta er þungt á köflum bæði hjá börnum og fullorðnu fólki. Það breytir því ekki að við ætlum að taka verkefnið og skila því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á skólastarf. Nú eru hátt í níu hundruð leik- og grunnskólabörn í Reykjavík í sóttkví og foreldrar um fjögur hundruð barna til viðbótar halda börnum sínum heima. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir líkt og í fleiri skólum hafi verið gripið til ýmissa ráðstafana til að lágmarka hættu á smit og koma í veg fyrir að börn þurfi að fara í sóttkví. „Við þurfum að skipta niður í svæði og höfum þurft að fella niður til dæmis sundkennsluna í ákveðinn tíma og við erum svona að leysa mál með það fyrir augum að forðast blöndun eins mikið og mögulegt er,“ segir Magnús Þór. Grímuskylda er hjá starfsmönnum á ákveðnum svæðum í skólanum og nemendum á unglingastigi stendur til boða að nota grímur sem um helmingur hefur gert. Magnús segir ljóst að faraldurinn geti haft veruleg áhrif á skólastarf í allan vetur. „Við áttum okkur á því núna að þetta er ekki eins mikill sprettur og við náðum að taka með vorinu og með sólina í kringum okkur. Nú erum við auðvitað að horfa framan í lengra ástand og við höfum verið að gera áætlanir sem miða við að jafnvel allt skólaárið verði svona.“ Hann segir ástandið hafa áhrif á líðan allra í skólanum en hann sé stoltur af sínu fólki og börnunum. „Fólk er enn þá að taka þetta hlutverk alvarlega að vera þessi svona vin í þessari eyðimörk sem COVID er en ég ætla ekkert að skrökva því að við finnum það þetta er þungt á köflum bæði hjá börnum og fullorðnu fólki. Það breytir því ekki að við ætlum að taka verkefnið og skila því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira