Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 11:13 Tvo Rómabörn að leik í þorpi í Búlgaríu. AP/Vadim Ghirda Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. Í ítarlegri umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að í Búlgaríu hafi sótthreinsiefni til að mynda verið varpað á samfélög Rómafólks úr flugvélum og þyrlum sem notaðar eru til að bera áburð og skordýraeitur á tún. Tilkynningum um að lögregluþjónar hafi beitt Rómafólk ofbeldi hefur fjölgað og í Slóvakíu hefur herinn verið látinn skima eftir veirunni meðal þessa fólks og hvergi annars staðar. Þessar aðgerðir eru framkvæmdar án þess að tilkynningar hafi borist um umfangsmikla útbreiðslu veirunnar meðal Rómafólks. Aðgerðirnar þykja líkjast þeim sem popúliskir leiðtogar hafa beitt til að herða tök sín í skjóli faraldursins. Rómafólk rekur rætur sínar til ættbálka í norðurhluta Indlands og aldalöng mismunun og ofsóknir hafa gert meðlimi þessa samfélags af einhverjum fátækustu og minnst menntuðu íbúum Evrópu. Rómafólk býr víða í afgirtum hverfum og með takmarkaðan aðgang að rafmagni, rennandi vatni og heilbrigðisþjónustu. Margir eiga erfitt með að finna vinnu og heilt yfir er meðal ævilengd Rómafólks styttri en annarra hópa. Í Moldóvu sakaði borgarstjóri Rómafólk um að dreifa veirunni meðal íbúa borgarinnar og embættismenn í Ivano-Frankivsk í Úkraínu skipuðu lögreglu borgarinnar að vísa öllu Rómafólki á brott. Í Búlgaríu hafa stjórnmálamenn lýst samfélögum Rómafólks sem „smithreiðrum“. Í Slóvakíu er atvik til rannsóknar þar sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa barið fimm börn með kylfu og hótað að skjóta þau til bana fyrir að leika sér fyrir utan þorp þeirra. Sögur sem þessar koma ekki eingöngu frá Austur-Evrópu heldur einnig ríkjum eins og Belgíu og Ítalíu. Bæjarstjóri þorps nærri París í Frakklandi varaði íbúa þar við því að láta yfirvöld vita um leið og það sæist til vagnalestar. Var hann þar að vísa til Rómafólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. Í ítarlegri umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að í Búlgaríu hafi sótthreinsiefni til að mynda verið varpað á samfélög Rómafólks úr flugvélum og þyrlum sem notaðar eru til að bera áburð og skordýraeitur á tún. Tilkynningum um að lögregluþjónar hafi beitt Rómafólk ofbeldi hefur fjölgað og í Slóvakíu hefur herinn verið látinn skima eftir veirunni meðal þessa fólks og hvergi annars staðar. Þessar aðgerðir eru framkvæmdar án þess að tilkynningar hafi borist um umfangsmikla útbreiðslu veirunnar meðal Rómafólks. Aðgerðirnar þykja líkjast þeim sem popúliskir leiðtogar hafa beitt til að herða tök sín í skjóli faraldursins. Rómafólk rekur rætur sínar til ættbálka í norðurhluta Indlands og aldalöng mismunun og ofsóknir hafa gert meðlimi þessa samfélags af einhverjum fátækustu og minnst menntuðu íbúum Evrópu. Rómafólk býr víða í afgirtum hverfum og með takmarkaðan aðgang að rafmagni, rennandi vatni og heilbrigðisþjónustu. Margir eiga erfitt með að finna vinnu og heilt yfir er meðal ævilengd Rómafólks styttri en annarra hópa. Í Moldóvu sakaði borgarstjóri Rómafólk um að dreifa veirunni meðal íbúa borgarinnar og embættismenn í Ivano-Frankivsk í Úkraínu skipuðu lögreglu borgarinnar að vísa öllu Rómafólki á brott. Í Búlgaríu hafa stjórnmálamenn lýst samfélögum Rómafólks sem „smithreiðrum“. Í Slóvakíu er atvik til rannsóknar þar sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa barið fimm börn með kylfu og hótað að skjóta þau til bana fyrir að leika sér fyrir utan þorp þeirra. Sögur sem þessar koma ekki eingöngu frá Austur-Evrópu heldur einnig ríkjum eins og Belgíu og Ítalíu. Bæjarstjóri þorps nærri París í Frakklandi varaði íbúa þar við því að láta yfirvöld vita um leið og það sæist til vagnalestar. Var hann þar að vísa til Rómafólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira