Nikótínpúðahraukarnir á Grafarholtsvelli Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 14:05 Svo virðist sem kylfingar séu býsna duglegir við að troða nikótínpúðum í andlitið á sér. Sem þeir svo, því miður, hrækja út úr sér á golfvellinum. Þessi hrúga er ekki beinlínis til prýði á Grafarholtsvellinum. Ólafur Hand „Ég tók fyrst eftir þessu í sumar, þegar ég var að spila en pældi svo ekkert meira í því,“ segir Ólafur William Hand, stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafur, eiginkona hans Kolbrún Anna Jónsdóttir ásamt Labradorhundinum Rökkva Þór Ólafssyni, gengu galtóman Grafarholtsvöllinn í blíðviðrinu í vikunni. „Plokktúr,“ segir Ólafur. „Tilgangurinn var að plokka helvítis nikótinpúðanna sem eru um allan völlinn. Þetta er árangurinn af einum stuttum göngutúr. Það er með ólíkindum að meðlimir GR skuli ganga svona um völlinn sinn,“ segir Ólafur en hann birti myndir af afrakstrinum á Facebook-síðu sinni og hafa þær vakið mikla og verðskuldaða athygli. „Ég hef ekkert við það að athuga að menn brúki þetta. En ég held að það sé vert að vekja athygli á því hvernig menn ganga um völlinn sinn,“ segir Ólafur. Vinsældir nikótínpúða hafa rokið upp að undanförnu og samkvæmt þessu eru kylfingar engir eftirbátar annarra með að troða þessu í andlitið á sér, nema síður sé. Hugsa þetta fram yfir hádegi Ólafur segir að „afrakstur“ þeirra hjóna sé bara það sem þau sáu þar sem þau gengu eftir göngustígum og hefðbundnum gönguleiðum vallarins. Hann telur að notaðir nikótínpúðarnir sem þar liggja eins og hráviði séu í það minnsta tíu sinnum fleiri, þau skönnuðu ekki völlinn allan. Þau fundu fjóra sígarettustubba en ómælt magn af nikótínpúðum. Svo telur Ólafur vert, fyrir þá sem ganga um völlinn og er annt um hann að laga boltaför í flötum og taka upp brotin tí. Þá bendir hann á að bananahýði brotni ekki niður hratt þó lífrænt sé. Sóðaskapur sé af því. Hluti afraksturs plokkferðar hjónanna á Grafarholtsvöllinn. Ólafur Hand metur það svo að þau hafi ekki náð að hirða upp nema brot af því sem á vellinum er.ólafur hand „Við vorum með hanska. Það er Covid í gangi,“ segir Ólafur sem telur ekki innan verksviðs starfsmanna vallarins að hirða þetta upp. Ábyrgðin hvíli alfarið á herðum þeirra sem hrækja þessu út úr sér. Og þó búið sé að taka niður allar ruslafötur á vellinum, sem er umdeilt atriði, þá er það annað mál að mati Ólafs. Menn geti hæglega verið með þar til gerðar öskjur til að setja þetta í. Það verður að hugsa fram yfir hádegi. Ólafur segist ekki hafa fengið konu sína í golfið enn sem komið er og því hafi verið kærkomið tækifæri að ganga með henni einn hring. Þó gaman hefði verið að hafa kylfurnar með í för. En hann telur þetta góða æfingu engu að síður, taka út völlinn og huga að skipulagi. Hann komst til að mynda að því, eftir göngutúr um völlinn, að það er ekkert endilega málið að rífa upp dræverinn á öllum teigum. Breytast í sjentilmenni á erlendum völlum Að mati Ólafs er verulegur munur á framgöngu kylfinga á erlendum golfvöllum og svo þeim hér heima. „Þú þyrftir ekkert að hafa áhyggjur af því ef þú værir hrækjandi út úr þér nikótínpúðum til að mynda á Pebble Beach eða st. Andrews, að þú fengir að spila þar aftur værir þú gripinn við slíkt athæfi. Ólafur og Kolbrún á erlendum golfvelli. Ólafur segist hafa tekið eftir því að landar hans breytist í annáluð snyrtimenni og jafnvel sjentílmenni á erlendum golfvöllum en það sé svo allt gleymt þegar heim er komið. Ég hef spilað marga velli erlendis og mér finnst eins og menn beri meiri virðingu fyrir þeim en hérna heima. Af því að þú ert að spila á frægum velli breytistu umsvifalaust í mikinn séntilmann og snyrtimenni. En gleymir því hér heima og heldur að vindurinn sjái um þetta. En svo er ekki. Megum ganga betur um golfvellina okkar. Ekkert tekur því fram að spila glæsilegan og vel hirtan völl.“ Ólafur segir sorglega fáa hafa verið á ferðinni. Hin umdeilda lokun golfvalla, sem er önnur og flóknari saga, ætti að bjóða uppá tækifæri fyrir meðlimi golfklúbba að nota vellina sem útivistarsvæði og til gönguferða. Kynnast vellinum án þess að vera með kylfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Golf Umhverfismál Reykjavík Nikótínpúðar Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55 Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Ég tók fyrst eftir þessu í sumar, þegar ég var að spila en pældi svo ekkert meira í því,“ segir Ólafur William Hand, stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafur, eiginkona hans Kolbrún Anna Jónsdóttir ásamt Labradorhundinum Rökkva Þór Ólafssyni, gengu galtóman Grafarholtsvöllinn í blíðviðrinu í vikunni. „Plokktúr,“ segir Ólafur. „Tilgangurinn var að plokka helvítis nikótinpúðanna sem eru um allan völlinn. Þetta er árangurinn af einum stuttum göngutúr. Það er með ólíkindum að meðlimir GR skuli ganga svona um völlinn sinn,“ segir Ólafur en hann birti myndir af afrakstrinum á Facebook-síðu sinni og hafa þær vakið mikla og verðskuldaða athygli. „Ég hef ekkert við það að athuga að menn brúki þetta. En ég held að það sé vert að vekja athygli á því hvernig menn ganga um völlinn sinn,“ segir Ólafur. Vinsældir nikótínpúða hafa rokið upp að undanförnu og samkvæmt þessu eru kylfingar engir eftirbátar annarra með að troða þessu í andlitið á sér, nema síður sé. Hugsa þetta fram yfir hádegi Ólafur segir að „afrakstur“ þeirra hjóna sé bara það sem þau sáu þar sem þau gengu eftir göngustígum og hefðbundnum gönguleiðum vallarins. Hann telur að notaðir nikótínpúðarnir sem þar liggja eins og hráviði séu í það minnsta tíu sinnum fleiri, þau skönnuðu ekki völlinn allan. Þau fundu fjóra sígarettustubba en ómælt magn af nikótínpúðum. Svo telur Ólafur vert, fyrir þá sem ganga um völlinn og er annt um hann að laga boltaför í flötum og taka upp brotin tí. Þá bendir hann á að bananahýði brotni ekki niður hratt þó lífrænt sé. Sóðaskapur sé af því. Hluti afraksturs plokkferðar hjónanna á Grafarholtsvöllinn. Ólafur Hand metur það svo að þau hafi ekki náð að hirða upp nema brot af því sem á vellinum er.ólafur hand „Við vorum með hanska. Það er Covid í gangi,“ segir Ólafur sem telur ekki innan verksviðs starfsmanna vallarins að hirða þetta upp. Ábyrgðin hvíli alfarið á herðum þeirra sem hrækja þessu út úr sér. Og þó búið sé að taka niður allar ruslafötur á vellinum, sem er umdeilt atriði, þá er það annað mál að mati Ólafs. Menn geti hæglega verið með þar til gerðar öskjur til að setja þetta í. Það verður að hugsa fram yfir hádegi. Ólafur segist ekki hafa fengið konu sína í golfið enn sem komið er og því hafi verið kærkomið tækifæri að ganga með henni einn hring. Þó gaman hefði verið að hafa kylfurnar með í för. En hann telur þetta góða æfingu engu að síður, taka út völlinn og huga að skipulagi. Hann komst til að mynda að því, eftir göngutúr um völlinn, að það er ekkert endilega málið að rífa upp dræverinn á öllum teigum. Breytast í sjentilmenni á erlendum völlum Að mati Ólafs er verulegur munur á framgöngu kylfinga á erlendum golfvöllum og svo þeim hér heima. „Þú þyrftir ekkert að hafa áhyggjur af því ef þú værir hrækjandi út úr þér nikótínpúðum til að mynda á Pebble Beach eða st. Andrews, að þú fengir að spila þar aftur værir þú gripinn við slíkt athæfi. Ólafur og Kolbrún á erlendum golfvelli. Ólafur segist hafa tekið eftir því að landar hans breytist í annáluð snyrtimenni og jafnvel sjentílmenni á erlendum golfvöllum en það sé svo allt gleymt þegar heim er komið. Ég hef spilað marga velli erlendis og mér finnst eins og menn beri meiri virðingu fyrir þeim en hérna heima. Af því að þú ert að spila á frægum velli breytistu umsvifalaust í mikinn séntilmann og snyrtimenni. En gleymir því hér heima og heldur að vindurinn sjái um þetta. En svo er ekki. Megum ganga betur um golfvellina okkar. Ekkert tekur því fram að spila glæsilegan og vel hirtan völl.“ Ólafur segir sorglega fáa hafa verið á ferðinni. Hin umdeilda lokun golfvalla, sem er önnur og flóknari saga, ætti að bjóða uppá tækifæri fyrir meðlimi golfklúbba að nota vellina sem útivistarsvæði og til gönguferða. Kynnast vellinum án þess að vera með kylfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Golf Umhverfismál Reykjavík Nikótínpúðar Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55 Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55
Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53
Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32