Gísli Þorgeir með gleðifréttir: Ég finn ekki fyrir neinu núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 17:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með SC Magdeburg á móti Bergischer HC í þýsku deildinni á dögunum. Getty/Ronny Hartmann Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni. Þýski handboltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni.
Þýski handboltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira