Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 19:26 Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. ASÍ kynnti skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif faraldursins í dag. Niðurstaðan hópsins var að efnahagskreppan af völdum faraldursins hefði komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Þannig er atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara sagt mikið og langt umfram meðaltal á landinu. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að erlendir ríkisborgarar manni oft stöður í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Sá hópur sé með hærri atvinnuþátttöku hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann hafi tekið þungan skell en eigi oft ekki sama stuðningsnet og aðrir. Þá er bent á að atvinnuleysi ungs fólks fari vaxandi og mælist nú rúm 18% í aldurshópnum 16-24 ára. Halla sagði að þeim fari fjölgandi sem eru hvorki í vinnu né í námi. „Þetta er eitthvað sem við teljum að sértækar vinnumarkaðaðgerðir þurfi að mæta,“ sagði hún. Faraldurinn er einnig sagður hafa haft í för með sér aukið álag á kvennastéttir og inni á heimilum. Konur sinni einkum umönnunarstörfum og eigi þess vegna ekki kost á því að sinna störfum sínum í fjarvinnu ólíkt mörgum öðrum. Konur í lægri menntunar- og tekjuflokkum verði fyrir mestum áhrifum í samdrættinum nú. „Við höfum séð það að þær stéttir sem hafa verið í framlínunni í heilbrigðis- og félagsþjónustunni eru mikið til mannaðar af konum. Samhliða hefur álag á heimilum aukist þannig að við erum að reyna að greina þessi kynbundnu áhrif og teljum að það þurfi að fylgjast með þeim áfram í gegnum þessa kreppu,“ sagði Halla. Atvinnuleysi hefur komið af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands, tveggja landshluta þar sem ferðaþjónusta hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum árum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfallsleg aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum sé 92% frá marsmánuði. „Sérfræðingahópurinn hvetur stjórnvöld til að setja sér heildstæða atvinnustefnu sem sé um leið verkfæri til að takast á við afleiðingar COVID-kreppunnar og stuðla að uppbyggingu til framtíðar,“ segir í tilkynningu um skýrsluna á vef ASÍ. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. ASÍ kynnti skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif faraldursins í dag. Niðurstaðan hópsins var að efnahagskreppan af völdum faraldursins hefði komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Þannig er atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara sagt mikið og langt umfram meðaltal á landinu. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að erlendir ríkisborgarar manni oft stöður í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Sá hópur sé með hærri atvinnuþátttöku hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann hafi tekið þungan skell en eigi oft ekki sama stuðningsnet og aðrir. Þá er bent á að atvinnuleysi ungs fólks fari vaxandi og mælist nú rúm 18% í aldurshópnum 16-24 ára. Halla sagði að þeim fari fjölgandi sem eru hvorki í vinnu né í námi. „Þetta er eitthvað sem við teljum að sértækar vinnumarkaðaðgerðir þurfi að mæta,“ sagði hún. Faraldurinn er einnig sagður hafa haft í för með sér aukið álag á kvennastéttir og inni á heimilum. Konur sinni einkum umönnunarstörfum og eigi þess vegna ekki kost á því að sinna störfum sínum í fjarvinnu ólíkt mörgum öðrum. Konur í lægri menntunar- og tekjuflokkum verði fyrir mestum áhrifum í samdrættinum nú. „Við höfum séð það að þær stéttir sem hafa verið í framlínunni í heilbrigðis- og félagsþjónustunni eru mikið til mannaðar af konum. Samhliða hefur álag á heimilum aukist þannig að við erum að reyna að greina þessi kynbundnu áhrif og teljum að það þurfi að fylgjast með þeim áfram í gegnum þessa kreppu,“ sagði Halla. Atvinnuleysi hefur komið af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands, tveggja landshluta þar sem ferðaþjónusta hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum árum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfallsleg aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum sé 92% frá marsmánuði. „Sérfræðingahópurinn hvetur stjórnvöld til að setja sér heildstæða atvinnustefnu sem sé um leið verkfæri til að takast á við afleiðingar COVID-kreppunnar og stuðla að uppbyggingu til framtíðar,“ segir í tilkynningu um skýrsluna á vef ASÍ.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira