Bestu íslensku auglýsingarnar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2020 11:00 Sérfræðingarnir voru ekki lengi að finna sínar uppáhalds auglýsingar. Mynd/samsett/Síminn/Ari Magg Auglýsingar hafa oft fallið í kramið hjá íslensku þjóðinni og á dögunum birtist ný auglýsing frá Lottó sem hitti beint í mark. Í þeirri auglýsingu fara börn með hlutverk okkar helsta íþróttafólks í sögunni og segja frá sínum háleitu markmiðum. Það hafa sennilega allir séð umrædda auglýsingu en Vísir leitaði til nokkurra sérfræðinga sem völdu sína uppáhalds auglýsingu í íslensku sjónvarpi. Klippa: Auglýsing Lottó sem vakið hefur mikla athygli Auglýsingar virka oft á tíðum eins og heilalím en aðrar snerta við fólki. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Síminn Sport, hefur lengi fylgst vel með öllu sem gerist í fjölmiðlum og eru auglýsingar enginn undantekning. Hann rifjar upp þekktar auglýsingar frá Hreyfli, Cheerios og Homeblest. „Þegar að ég lít á auglýsingar finnst mér, eins og eflaust fleirum, standa upp úr þegar að þær ná að grípa þjóðina með línu eða lagi sem lifir um aldir alda. Um það hljóta auglýsingar að snúast,“ segir Tómas. Gott báðu megin „Það getur enginn logið því að hafa gengið fram hjá Homeblest-pakka án þess að hugsa „gott báðum megin“ og sömuleiðis hefur setningin „það segir mamma mín að minnsta kosti“ einnig lifað góðu lífi í hinni eilífu baráttu um að mega finnast bæði betri. Hreyfilslagið er svo í raun sér á báti og mögulega besta auglýsing sögunnar. Þrátt fyrir að fólk sé nær heiladauða en lífi af drykkju, ráfandi um stræti og torg með ekkert nema brostnar vonir í vinstri og símann í hægra geta allir raula: „Fimm, átta, átta, fimm, fimm, tveir, tveir“ og þannig komist heim með ekkert nema erfiðleika morgundagsins handan hornsins.“ Fjölmiðlakonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir rifjar upp auglýsingu frá Vífilfelli fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018 þegar Ísland var á leiðinni á HM. „Þessi auglýsing fær milljón stig frá mér og ég þori að fullyrða að þetta er besta íslenska auglýsingin sem gerð hefur verið. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég horfi á hana og engin önnur forvarnarauglýsing hefur náð jafnmiklum árangri held ég - einmitt af þú að hún er „in your face“ án þess að troða væmnum boðskap ofan í kokið á þér,“ segir Lilja. Gott fyrir þjóðernisperrann „Svo er það þetta með þjóðarstoltið. Á þessum tíma var það í hæstu hæðum vegna velgengni íslenska karlalandsliðsins og þessi auglýsing færir mann aftur í þann dásamlega tíma, sem er sérstaklega þakklát núna í þessari ömurðarheimskreppu. Geggjað konsept, geggjuð myndataka, geggjað fyrir þjóðernisperrann í okkur öllum.“ Andrés Jónsson almannatengill segir að auglýsingar sem virki sé þær sem tengja fast við tíðarandann og þjóðarsálina. „Eitthvað sem tengir okkur öll saman. Einhver upplifun, stemning, orðalag eða endurlit. Það er alltaf virkilega sterkt þegar það er einhver vísun í auglýsingunni sem við berum strax öll kennsl á. En líka eitthvað óvænt, einhver saga og eitthvað tvist frá byrjun til enda.“ „Þessi var algjör bomba þegar hún kom. Teygði mörkin um hvað væri tabú að fjalla um, var með Jóni Gnarr sem var ný stjarna og Birni Hlyni. Notaði nútímalegan frasa, „Sæll, meistari“ á skemmtilegan hátt sem virkaði bæði í dag og á þeim tíma sem auglýsingin átti að gerast,“ segir Andrés um auglýsingu Símans frá sínum tíma. „Létt og skemmtileg auglýsing frá Toyota. Hvað myndi maður gera ef maður vaknaði einn daginn og uppgötvaði að allir aðrir hefðu horfið fyrirvaralaust af yfirborði jarðar? Eftir talsvert óðagot, kvíðakast og hafa komist á sáttastigið í sorgarúrvinnslunni, þá myndi ég kannski ekki fara í keilu eins og maðurinn í auglýsingunni, en ég myndi alveg örugglega næla mér í lykla að einhverjum lúxusbíl og þeysast um götur borgarinnar.Þarna var líka draumur margra framkvæmdur, að keyra upp Laugaveginn, sem er orðið venjulegt í dag,“ segir Andrés um þessa auglýsingu frá Toyota á Íslandi. Toyota. Palli var einn í heiminum. from Íslenska auglýsingastofan on Vimeo. „Flestar þær auglýsingar sem gerðar hafa verið með íslensku knattspyrnufólki í aðalhlutverkum á síðustu árum hafa kallað fram mikla gæsahúð og stolt en þessi auglýsing Icelandair, „Óstöðvandi fyrir Ísland", stendur upp úr. Þarna er kvennaboltinn í forgrunni og sjónum beint að því hvernig komið hefur verið öðruvísi fram við stúlkur en drengi í íþróttinni, en jafnframt sýnt að ástríða og dugnaður þeirra er ekkert minni en hjá strákunum. Þetta er frábært dæmi um „female empowerment" og hefur eflaust hvatt margar stúlkur og ungar konur til dáða,“ segir Andrés um þessa auglýsingu. Og Andrés er ekki hættur og rifjar upp herferð frá Umferðastofu. „Auglýsingar frá Umferðarstofu (sem nú heitir Samgöngustofa) hafa í gegnum tíðina verið afar eftirminnilegar og hreyft við manni. Það er erfitt að velja eina auglýsingu frá þeim og því valdi ég fyrstu tvær sem komu upp í hugann en hefði auðveldlega getað bent á nokkrar í viðbót. Auglýsingarnar hafa eflaust vakið marga til umhugsunar um hvernig þeir haga sér í umferðinni og án efa fengið bílstjóra til að hægja á sér.“ „Jafnaðu þig með Orkunni auglýsingin þar sem farþegarnir eru miðaldra konur að hita sig upp fyrir kóræfingu með óbærilegum keðjusöng sem við þekkjum öll, finnst gaman að syngja en þreytandi að hlusta á, er samt mjög skemmtileg. Við tengjum við manninn sem fagnar því að fá nokkrar zenaðar mínútur í einrúmi við dæluna og bensíngatið,“ segir Andrés að lokum. Haukur Viðar Alfreðsson hefur starfað í auglýsingabransanum hér á landi í nokkur ár og þekkir þann heim vel. „Ég er af gamla skólanum og vil geta raulað auglýsingarnar. „Þessar grófu og fínu bruður, skaltu fá þér. Hitaeiningarnar ekki munu há þér.“ Og svo framvegis. Þarna voru Samsölubrauð að auglýsa einhvers konar tvíbökur fátæka mannsins. Ætli þetta sé ekki um það bil 35 ára gömul auglýsing og ég er enn að raula þetta lag. Af mörgu frábæru er þetta það besta sem Helga Möller hefur komið nálægt,“ segir Haukur. „Aaaaaað innan ég prýði með Polytex, Texið er efnið sem aldrei bregst, að utan ég mála með Útitex ... Þetta var svo grípandi lag að þegar ég málaði fyrstu íbúðina mína kom aldrei annað til greina en að kaupa Polytex, sem var innimálning „fyrir íslenskar aðstæður“. Bölvað drasl, eða ég hörmulegur málari. Sennilega frekar það síðarnefnda. Ég þurfti allavega að fara svona 18 umferðir,“ segir Haukur en eflaust margir muna eftir þeirri auglýsingu. Auglýsinga- og markaðsmál Grín og gaman Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Auglýsingar hafa oft fallið í kramið hjá íslensku þjóðinni og á dögunum birtist ný auglýsing frá Lottó sem hitti beint í mark. Í þeirri auglýsingu fara börn með hlutverk okkar helsta íþróttafólks í sögunni og segja frá sínum háleitu markmiðum. Það hafa sennilega allir séð umrædda auglýsingu en Vísir leitaði til nokkurra sérfræðinga sem völdu sína uppáhalds auglýsingu í íslensku sjónvarpi. Klippa: Auglýsing Lottó sem vakið hefur mikla athygli Auglýsingar virka oft á tíðum eins og heilalím en aðrar snerta við fólki. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Síminn Sport, hefur lengi fylgst vel með öllu sem gerist í fjölmiðlum og eru auglýsingar enginn undantekning. Hann rifjar upp þekktar auglýsingar frá Hreyfli, Cheerios og Homeblest. „Þegar að ég lít á auglýsingar finnst mér, eins og eflaust fleirum, standa upp úr þegar að þær ná að grípa þjóðina með línu eða lagi sem lifir um aldir alda. Um það hljóta auglýsingar að snúast,“ segir Tómas. Gott báðu megin „Það getur enginn logið því að hafa gengið fram hjá Homeblest-pakka án þess að hugsa „gott báðum megin“ og sömuleiðis hefur setningin „það segir mamma mín að minnsta kosti“ einnig lifað góðu lífi í hinni eilífu baráttu um að mega finnast bæði betri. Hreyfilslagið er svo í raun sér á báti og mögulega besta auglýsing sögunnar. Þrátt fyrir að fólk sé nær heiladauða en lífi af drykkju, ráfandi um stræti og torg með ekkert nema brostnar vonir í vinstri og símann í hægra geta allir raula: „Fimm, átta, átta, fimm, fimm, tveir, tveir“ og þannig komist heim með ekkert nema erfiðleika morgundagsins handan hornsins.“ Fjölmiðlakonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir rifjar upp auglýsingu frá Vífilfelli fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018 þegar Ísland var á leiðinni á HM. „Þessi auglýsing fær milljón stig frá mér og ég þori að fullyrða að þetta er besta íslenska auglýsingin sem gerð hefur verið. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég horfi á hana og engin önnur forvarnarauglýsing hefur náð jafnmiklum árangri held ég - einmitt af þú að hún er „in your face“ án þess að troða væmnum boðskap ofan í kokið á þér,“ segir Lilja. Gott fyrir þjóðernisperrann „Svo er það þetta með þjóðarstoltið. Á þessum tíma var það í hæstu hæðum vegna velgengni íslenska karlalandsliðsins og þessi auglýsing færir mann aftur í þann dásamlega tíma, sem er sérstaklega þakklát núna í þessari ömurðarheimskreppu. Geggjað konsept, geggjuð myndataka, geggjað fyrir þjóðernisperrann í okkur öllum.“ Andrés Jónsson almannatengill segir að auglýsingar sem virki sé þær sem tengja fast við tíðarandann og þjóðarsálina. „Eitthvað sem tengir okkur öll saman. Einhver upplifun, stemning, orðalag eða endurlit. Það er alltaf virkilega sterkt þegar það er einhver vísun í auglýsingunni sem við berum strax öll kennsl á. En líka eitthvað óvænt, einhver saga og eitthvað tvist frá byrjun til enda.“ „Þessi var algjör bomba þegar hún kom. Teygði mörkin um hvað væri tabú að fjalla um, var með Jóni Gnarr sem var ný stjarna og Birni Hlyni. Notaði nútímalegan frasa, „Sæll, meistari“ á skemmtilegan hátt sem virkaði bæði í dag og á þeim tíma sem auglýsingin átti að gerast,“ segir Andrés um auglýsingu Símans frá sínum tíma. „Létt og skemmtileg auglýsing frá Toyota. Hvað myndi maður gera ef maður vaknaði einn daginn og uppgötvaði að allir aðrir hefðu horfið fyrirvaralaust af yfirborði jarðar? Eftir talsvert óðagot, kvíðakast og hafa komist á sáttastigið í sorgarúrvinnslunni, þá myndi ég kannski ekki fara í keilu eins og maðurinn í auglýsingunni, en ég myndi alveg örugglega næla mér í lykla að einhverjum lúxusbíl og þeysast um götur borgarinnar.Þarna var líka draumur margra framkvæmdur, að keyra upp Laugaveginn, sem er orðið venjulegt í dag,“ segir Andrés um þessa auglýsingu frá Toyota á Íslandi. Toyota. Palli var einn í heiminum. from Íslenska auglýsingastofan on Vimeo. „Flestar þær auglýsingar sem gerðar hafa verið með íslensku knattspyrnufólki í aðalhlutverkum á síðustu árum hafa kallað fram mikla gæsahúð og stolt en þessi auglýsing Icelandair, „Óstöðvandi fyrir Ísland", stendur upp úr. Þarna er kvennaboltinn í forgrunni og sjónum beint að því hvernig komið hefur verið öðruvísi fram við stúlkur en drengi í íþróttinni, en jafnframt sýnt að ástríða og dugnaður þeirra er ekkert minni en hjá strákunum. Þetta er frábært dæmi um „female empowerment" og hefur eflaust hvatt margar stúlkur og ungar konur til dáða,“ segir Andrés um þessa auglýsingu. Og Andrés er ekki hættur og rifjar upp herferð frá Umferðastofu. „Auglýsingar frá Umferðarstofu (sem nú heitir Samgöngustofa) hafa í gegnum tíðina verið afar eftirminnilegar og hreyft við manni. Það er erfitt að velja eina auglýsingu frá þeim og því valdi ég fyrstu tvær sem komu upp í hugann en hefði auðveldlega getað bent á nokkrar í viðbót. Auglýsingarnar hafa eflaust vakið marga til umhugsunar um hvernig þeir haga sér í umferðinni og án efa fengið bílstjóra til að hægja á sér.“ „Jafnaðu þig með Orkunni auglýsingin þar sem farþegarnir eru miðaldra konur að hita sig upp fyrir kóræfingu með óbærilegum keðjusöng sem við þekkjum öll, finnst gaman að syngja en þreytandi að hlusta á, er samt mjög skemmtileg. Við tengjum við manninn sem fagnar því að fá nokkrar zenaðar mínútur í einrúmi við dæluna og bensíngatið,“ segir Andrés að lokum. Haukur Viðar Alfreðsson hefur starfað í auglýsingabransanum hér á landi í nokkur ár og þekkir þann heim vel. „Ég er af gamla skólanum og vil geta raulað auglýsingarnar. „Þessar grófu og fínu bruður, skaltu fá þér. Hitaeiningarnar ekki munu há þér.“ Og svo framvegis. Þarna voru Samsölubrauð að auglýsa einhvers konar tvíbökur fátæka mannsins. Ætli þetta sé ekki um það bil 35 ára gömul auglýsing og ég er enn að raula þetta lag. Af mörgu frábæru er þetta það besta sem Helga Möller hefur komið nálægt,“ segir Haukur. „Aaaaaað innan ég prýði með Polytex, Texið er efnið sem aldrei bregst, að utan ég mála með Útitex ... Þetta var svo grípandi lag að þegar ég málaði fyrstu íbúðina mína kom aldrei annað til greina en að kaupa Polytex, sem var innimálning „fyrir íslenskar aðstæður“. Bölvað drasl, eða ég hörmulegur málari. Sennilega frekar það síðarnefnda. Ég þurfti allavega að fara svona 18 umferðir,“ segir Haukur en eflaust margir muna eftir þeirri auglýsingu.
Auglýsinga- og markaðsmál Grín og gaman Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira