Vill Víði áfram í íþróttamálum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 14:09 Þórólfur og Víðir hafa verið í eldlínunni undanfarna mánuði og staðið hlið við hlið á mörgum upplýsingafundinum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ætla að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Víðir sé ómetanlegur í þeirri vinnu. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundi almannavarna í gærað hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess að fylgjast með landsleik á Laugardalsvelli þrátt fyrir að vera í sóttkví. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví. Átti ekki að veita leyfi Myndir náðust af þjálfurum við störf sín og var fjallað um málið á forsíðu Fréttablaðsins. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í gær. Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Út fyrir sitt valdsvið „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi á dögunum. Sá sem fram fór í gær var númer 124 í röðinni.Vísir/Vilhelm Þórólfur var spurður að því í dag hver tæki við keflinu af Víði. Ekki tilefni til að Víðir hætti „Það er ekki alveg ákveðið og ég á eftir að tala við Víði, því hann er alveg ómetanlegur í þessari vinnu. Það er vandséð hver getur tekið við af honum þar,“ segir Þórólfur. „Ég held að þessi hlutur sem kom upp þarna gefi ekki endilega tilefni til þess að hann hætti þeirri vinnu.“ Hann ætli að biðja Víði að halda áfram sínum störfum er varða íþróttamál. „Já, ég mun gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Tengdar fréttir Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. 15. október 2020 15:03 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ætla að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Víðir sé ómetanlegur í þeirri vinnu. Víðir viðurkenndi á upplýsingafundi almannavarna í gærað hafa farið út fyrir sitt valdsvið að veita Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni, þjálfurum liðsins, heimild til þess að fylgjast með landsleik á Laugardalsvelli þrátt fyrir að vera í sóttkví. Starfsmaður landsliðsins hafði greinst með Covid-19 smit og allt starfsliðið sett í sóttkví. Átti ekki að veita leyfi Myndir náðust af þjálfurum við störf sín og var fjallað um málið á forsíðu Fréttablaðsins. „Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem allir starfsmenn landsliðsins væru í og við köllum vinnusóttkví væri nægjanlegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnalæknir hefur bent mér á í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í gær. Þá sagði hann þetta óheppilegt í ljósi fyrri starfa hans fyrir KSÍ. Hann hefur verið öryggisfulltrúi karlalandsliðsins og ferðast með liðinu í leiki og keppnir erlendis. Út fyrir sitt valdsvið „Þetta eru undanþágur sem eru unnar í samvinnu við okkur og sóttvarnalækni. Það er sóttvarnalæknir sem gefur þær formlega út. Þannig að ég fór algjörlega út fyrir mitt valdsvið að gefa þessar undanþágur í gær.“ Aðspurður hvort einhver viðurlög yrðu við því svaraði Víðir: „Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni.“ Víðir og Þórólfur á upplýsingafundi á dögunum. Sá sem fram fór í gær var númer 124 í röðinni.Vísir/Vilhelm Þórólfur var spurður að því í dag hver tæki við keflinu af Víði. Ekki tilefni til að Víðir hætti „Það er ekki alveg ákveðið og ég á eftir að tala við Víði, því hann er alveg ómetanlegur í þessari vinnu. Það er vandséð hver getur tekið við af honum þar,“ segir Þórólfur. „Ég held að þessi hlutur sem kom upp þarna gefi ekki endilega tilefni til þess að hann hætti þeirri vinnu.“ Hann ætli að biðja Víði að halda áfram sínum störfum er varða íþróttamál. „Já, ég mun gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Tengdar fréttir Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. 15. október 2020 15:03 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. 15. október 2020 15:03
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32