Heldur enn í vonina um myndarlega loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2020 21:42 Loðnan er þarna, við þurfum bara að finna hana, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í samfélögum eins og Vestmannaeyjum voru forystumenn í sjávarútvegi farnir að gera sér vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð í vetur, með 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum, eftir áður útgefinn upphafskvóta. Í dag kom svo bakslagið. Eftir nýafstaðna loðnumælingu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar leggur stofnunin til að engar veiðar verði leyfðar. Drekkhlaðin loðnuskip að koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. „Síðastliðin tvö ár hafa auðvitað verið ótrúleg vonbrigði. Þannig að við fórum vongóð inn í þetta haust, miðað við þann upphafskvóta sem hafði verið gefinn, 170 þúsund tonn. Þannig að, - jú, að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. En úr þessu verður að spila. Og ég held enn í vonina – og töluvert mikla von – um að við fáum myndarlega loðnuvertíð,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hafrannsóknastofnun tekur reyndar fram að hafís á norðanverðu leitarsvæðinu milli Íslands og Grænlands hafi hindrað leit og loðna hafi verið að finnast í námunda við hafísinn. Því gæti verið um vanmat að ræða. „Þá ríður á að við förum í öfluga leit í lok árs, byrjun árs; desember, janúar, febrúar, til þess að finna þessa loðnu. Því hún er þarna. Ég er sannfærð um það,“ segir Heiðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50 Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í samfélögum eins og Vestmannaeyjum voru forystumenn í sjávarútvegi farnir að gera sér vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð í vetur, með 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum, eftir áður útgefinn upphafskvóta. Í dag kom svo bakslagið. Eftir nýafstaðna loðnumælingu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar leggur stofnunin til að engar veiðar verði leyfðar. Drekkhlaðin loðnuskip að koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. „Síðastliðin tvö ár hafa auðvitað verið ótrúleg vonbrigði. Þannig að við fórum vongóð inn í þetta haust, miðað við þann upphafskvóta sem hafði verið gefinn, 170 þúsund tonn. Þannig að, - jú, að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. En úr þessu verður að spila. Og ég held enn í vonina – og töluvert mikla von – um að við fáum myndarlega loðnuvertíð,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hafrannsóknastofnun tekur reyndar fram að hafís á norðanverðu leitarsvæðinu milli Íslands og Grænlands hafi hindrað leit og loðna hafi verið að finnast í námunda við hafísinn. Því gæti verið um vanmat að ræða. „Þá ríður á að við förum í öfluga leit í lok árs, byrjun árs; desember, janúar, febrúar, til þess að finna þessa loðnu. Því hún er þarna. Ég er sannfærð um það,“ segir Heiðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50 Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50
Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37
Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25