„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2020 12:31 Ásahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem taka þátt í sameiningaviðræðunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim. Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim.
Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira