Sósíalistar gætu komist aftur til valda í Bólivíu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 10:25 Hermenn arka götur La Paz í Bólivíu í gær, daginn fyrir kjördag. Getty/Gaston Brito Forsetakosningar fara fram í Bólivíu í dag, í miðjum heimsfaraldri en talsverð spenna hefur ríkt í aðdraganda kosninganna. Ef marka má skoðanakannanir gæti farið svo að sósíalistar komist aftur til valda eftir um það bil eins árs tíð hægristjórnar. Kosningarnar sem fram fara í dag eru í raun endurtekning kosninganna sem fram fóru í október 2019 sem einkenndust af mikilli ringulreið og leiddu til þess að Evo Morales, forseti Bólivíu á vinstri væng stjórnmálanna, sagði af sér og hrökklaðist úr landi. Morales hafði þá gegnt embætti forseta frá árinu 2006 en hann er sá fyrsti sem er af ættum frumbyggja í Bólivíu til að gegna embættinu. Kosningarnar í dag gætu gert Morales kleift að snúa aftur til Bólivíu, en hann vill meina að honum hafi verið bolað burt með valdaráni leiddu af hægriöflum sem hafa farið með stjórn landsins síðan. Evo Morales hefur verið í útlegð í Argentínu síðan hann hrokklaðist frá völdum í fyrra.EPA/Juan Ignacio Roncoroni Sjálfur er forsetinn fyrrverandi ekki í framboði en flokkur hans, Sósíalistahreyfingin og forsetaefni flokksins, Luis Arce, hafa leitt í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti og leiðtogi miðjuflokks um Bandalag borgaranna, hefur mælst með næst mest fylgi í skoðanakönnunum. Auk þess að kjósa forseta velja Bólivíumenn sér einnig varaforseta og 166 þingmenn í dag. Ef enginn frambjóðenda hlýtur 50% fylgi eða meira í dag, eða þá 40% fylgi en með 10 prósentustiga forskot á næsta frambjóðenda, þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem hlutskarpastir verða í kosningunum í dag. Komi til þessa fer önnur umferð kosninganna fram þann 29. nóvember. Bólivía Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Bólivíu í dag, í miðjum heimsfaraldri en talsverð spenna hefur ríkt í aðdraganda kosninganna. Ef marka má skoðanakannanir gæti farið svo að sósíalistar komist aftur til valda eftir um það bil eins árs tíð hægristjórnar. Kosningarnar sem fram fara í dag eru í raun endurtekning kosninganna sem fram fóru í október 2019 sem einkenndust af mikilli ringulreið og leiddu til þess að Evo Morales, forseti Bólivíu á vinstri væng stjórnmálanna, sagði af sér og hrökklaðist úr landi. Morales hafði þá gegnt embætti forseta frá árinu 2006 en hann er sá fyrsti sem er af ættum frumbyggja í Bólivíu til að gegna embættinu. Kosningarnar í dag gætu gert Morales kleift að snúa aftur til Bólivíu, en hann vill meina að honum hafi verið bolað burt með valdaráni leiddu af hægriöflum sem hafa farið með stjórn landsins síðan. Evo Morales hefur verið í útlegð í Argentínu síðan hann hrokklaðist frá völdum í fyrra.EPA/Juan Ignacio Roncoroni Sjálfur er forsetinn fyrrverandi ekki í framboði en flokkur hans, Sósíalistahreyfingin og forsetaefni flokksins, Luis Arce, hafa leitt í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti og leiðtogi miðjuflokks um Bandalag borgaranna, hefur mælst með næst mest fylgi í skoðanakönnunum. Auk þess að kjósa forseta velja Bólivíumenn sér einnig varaforseta og 166 þingmenn í dag. Ef enginn frambjóðenda hlýtur 50% fylgi eða meira í dag, eða þá 40% fylgi en með 10 prósentustiga forskot á næsta frambjóðenda, þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem hlutskarpastir verða í kosningunum í dag. Komi til þessa fer önnur umferð kosninganna fram þann 29. nóvember.
Bólivía Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira