Makar krabbameinssjúklinga upplifa sig út undan í ferlinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 12:30 Félagið flutti starfsemina sína á dögunum í nýtt húsnæði á Selfossi, sem er við Eyraveg 31. Það er bjart og fallegt með nóg af plássi fyrir alla. Magnús Hlynur Hreiðarsson Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira