Handbolti

Öruggur sigur Kiel í stór­leik dagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Domagoj Duvnjak skoraði fimm mörk í liði Kiel í dag.
Domagoj Duvnjak skoraði fimm mörk í liði Kiel í dag. Frank Molter/Getty Images

Fyrsti leikur dagsins í þýska handboltanum var stórleikur Kiel og Flensburg. Fór það svo að Kiel vann nokkuð öruggan átta marka sigur, lokatölur 29-21. Var þetta fyrsti tapleikur Flensburg í deildinni.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af og lítill sem enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik. Heimamenn í Kiel reyndust ögn sterkari á fyrstu 30 mínútum leiksins og voru tveimur mörkum yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan þá 12-10.

Eitthvað virðist hafa hálfleiksræðan hafa farið illa ofan í gestina en þeir fundu engan takt í síðari hálfleik á meðan heimamenn spiluðu frábærlega. Fór það svo að leiknum lauk með átta marka sigri Kiel, lokatölur 29-21.

Jim Gottfridsson var langbesti leikmaður Flensburg í dag en hann skoraði þriðjung marka þeirra eða sjö talsins. Hjá Kiel voru Domagoj Duvnjak og Hardald Reinkind markahæstir með fimm mörk.

Sigurinn lyftir Kiel upp fyrir Flensburg og í 6. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×